Erlent

Mynd­band af hryðju­verkunum lifir á sam­fé­lags­miðlum

Myndbandið hefur birst víða á Facebook, Twitter og YouTube.

Frá aðgerðum lögreglu í morgun. Getty Images

Samfélagsmiðlarnir Facebook, YouTube og Twitter hafa í dag átt í erfiðleikum með að halda aftur af útbreiðslu á myndbandi af hryðjuverki sem framið var á Nýja-Sjálandi í morgun. 49 voru myrtir í skotárásum í tveimur moskum en einn árásarmaðurinn birti um leið athæfi sínu í beinni útsendingu á Facebook.

Myndbandið er að sögn CNN 17 mínútur að lengd. Á því sést að sögn þegar maðurinn gengur inn í moskuna og hefur skothríðina. Haft er eftir Miu Garlick, stjórnanda Facebook í Ástralíu og Nýja-Sjálandi að aðgangi mannsins sem birti myndbandið hafi verið eytt stuttu eftir ódæðið. Það sama hafi verið gert við Instagram-síðu mannsins.

Afrit af hryðjuverkunum hafa hins vegar gengið manna á milli á samfélagsmiðlum; ýmist á Facebook, YouTube og Twitter. CNN segir að með því vakni spurningar um getu miðlanna til að halda skaðlegu efni í skefjum.

Lögreglan á Nýja-Sjálandi hefur beðið notendur samfélagsmiðla að deila ekki myndbandinu. Unnið sé að því að taka myndbandið úr birtingu. Með dreifingunni sé fólk að vinna að framgangi hryðjuverkamannanna.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Votta Ný­sjá­lendingum sam­úð sína

Erlent

49 látnir í hryðjuverkum á Nýja-Sjálandi

Nýja Sjáland

Óháð rannsókn á hryðjuverkunum í Christchurch

Auglýsing

Nýjast

Engin ný smit: Hefja hefð­bunda bólu­setningu á ný

Bilun hjá Reiknings­stofu bankanna

Starfs­fólk WOW tekur höndum saman

Jeppa­fólk í vand­ræðum á Lang­­jökli

Toyota vinnur að annarri kynslóð GT86

Fundur hafinn hjá ríkis­sátta­semjara

Auglýsing