Mynd­band af á­tökum í Borgar­holts­skóla í dag eru nú í dreifingu á sam­fé­lags­miðlum. Varað er við með­fylgjandi mynd­skeiði en þar má sjá úlpu­klæddan mann berja annan í­trekað með hafna­bolta­kylfu.

Líkt og fram hefur komið tjáði nemandi við skólann Frétta­blaðinu frá því í dag að fát hefði komið á kennara sem skorist höfðu í leikinn þegar hnífur var dreginn upp. „Hnífur, hnífur!“ má heyra kennara kalla.

Lög­reglunni barst til­kynning um á­tökin um klukkan 13:00 í dag. Sam­kvæmt upp­lýsingum frá lög­reglu er enginn al­var­lega slasaður eftir á­rásina. Ekki er ljóst að svo stöddu af hvaða til­efni maðurinn mundaði hafna­bolta­kylfuna.