Félag kvenna í atvinnulífinu veittu 16 fyrirtækjum og tveimur sveitarfélögum viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar nú á dögunum. Auk þess bætast 11 fyrirtæki og opinberir aðilar ásamt þremur sveitarfélögum í hóp þeirra sem taka þátt í Jafnvægisvoginni.

Afhendingin fór fram á ráðstefnu um jafnrétti á Grand Hóteli þann 5. nóvember.

„Markmið Jafnvægisvogar um 40/60 kynjahlutfall í framkvæmdastjórn og stjórn var haft til hliðsjónar við matið. Stór hluti þeirra þátttakenda sem skrifuðu undir viljayfirlýsingu Jafnvægisvogarinnar haustið 2018 hafa náð góðum árangri á þessu sviði og fjölgaði þeim fyrirtækjum sem hafa náð markmiðunum. Auk þess vekja þátttakendur í Jafnvægisvoginni athygli á jafnréttismálum innan sinna fyrirtækja með ýmsum öðrum hætti,“ segir í tilkynningu FKA.

Eliza Reid stofnandi Iceland Writers Retreat og forsetafrú.
Mynd/Haraldur Guðjónsson Thors
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Mynd/Haraldur Guðjónsson Thors

Að sögn FKA eru lykilmælikvarðar á árangri nauðsynlegir til að tryggja aðhald og góða frammistöðu. Með mælaborði Jafnvægisvogarinnar séu allar helstu opinberar upplýsingar um stöðu stjórnenda í íslensku atvinnulífi og innan hins opinbera gerðar aðgengilegar á einfaldan og skýran hátt.

Á ráðstefnunni skrifuðu 11 fyrirtæki undir viljayfirlýsingu um að beita sér fyrir auknu kynjajafnvægi og vinna að markmiðum Jafnvægisvogar FKA næstu fimm árin.

Mynd/Haraldur Guðjónsson Thors
Mynd/Haraldur Guðjónsson Thors
Mynd/Haraldur Guðjónsson Thors
Mynd/Haraldur Guðjónsson Thors
Mynd/Haraldur Guðjónsson Thors
Mynd/Haraldur Guðjónsson Thors
Mynd/Haraldur Guðjónsson Thors
Mynd/Haraldur Guðjónsson Thors
Mynd/Haraldur Guðjónsson Thors
Mynd/Haraldur Guðjónsson Thors
Mynd/Haraldur Guðjónsson Thors
Mynd/Haraldur Guðjónsson Thors
Mynd/Haraldur Guðjónsson Thors
Mynd/Haraldur Guðjónsson Thors
Mynd/Haraldur Guðjónsson Thors
Mynd/Haraldur Guðjónsson Thors
Mynd/Haraldur Guðjónsson Thors
Mynd/Haraldur Guðjónsson Thors
Mynd/Haraldur Guðjónsson Thors
Mynd/Haraldur Guðjónsson Thors
Mynd/Haraldur Guðjónsson Thors
Mynd/Haraldur Guðjónsson Thors

Viðurkenningarhafar Jafnvægisvogar 2019 eru:

Akureyrarbær
Árnasynir auglýsingastofa
Deloitte Ísland
Guðmundur Arason ehf
iClean ehf
Íslandsbanki
Íslandshótel
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins
Mosfellsbær
Nasdaq Iceland
Olís
Pipar\TBWA
RB
Rio Tinto á Íslandi
Sagafilm
Sjóvá
VÍS
Vörður tryggingar

Eftirfarandi fyrirtæki og opinberu aðilar bættust í hópinn:

BYKO
Concept Events
Eldey TLH hf.
Expectus
Hafnarfjarðarbær
KPMG á Íslandi
Orka náttúrunnar
OR - Orkuveita Reykjavíkur
Reykjavíkurborg
RÚV
Samtök atvinnulífsins
Seltjarnarnesbær
Steypustöðin
Versa Vottun