Fræðslunefnd FKA hélt málþing í gær á hótel Natura í samstarfi við Íslandsbanka undir yfirskriftinni Konur og fjármál: Hvernig verðum við hreyfiafl á fjármálamarkaði. Fyrirlestrar voru fjölmargir þar sem viðfangsefnið var meðal annars fjárfestingumhverfið á Íslandi og hvernig konur verði öflugir fjárfestar.

Að lokum var leitað svara við spurningunni „Getum við breytt heiminum?” Niðurstaða málþingsins var sú að hægt sé að breyta fjárfestingarheiminum með aukinni aðkomu kvenna og því er næsta skref að hefjast handa. FKA mun a næstunni vinna að myndun samstarfshópa innan FKA þar sem tengslanetið verður nýtt til að tengja konur með sameiginlegar áherslur og væntingar.

„Efnið spennandi, umræðan þörf og fullbókað á örskotsstundu,“ segir Þórdís Yngvadóttir formaður Fræðslunefndar FKA.

Hreyfð mynd af þeim þeim Unu Steinsdóttu Íslandsbanka, Helgu Valfells hjá Crowberry Capital og Andreu Róbertsdóttur framkvæmdastjóra FKA sem vildi hafa myndina hreyfða þar sem FKA og konurnar á myndinni eru hreyfiafl.
Fundarstjórinn Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabanka Íslandsbanka.

Þekkingarleysi standi í veg fyrir fjárfestingar

Niðurstöður viðhorfskönnunar, sem FKA og Íslandsbanki stóðu fyrir, sýndu fram á að 42 prósent karla og 25 prósent kvenna telja sig hafa mikið sjálfstraust þegar kemur að fjárfestingaákvörðunum. Hins vegar hafa 47 prósent félagskvenna FKA hafi mikið sjálfstraust gagnvart fjárfestingum. Þórdís segir það skýrast af því að innan FKA séu konur í flestum tilvikum með eigin rekstur, í leiðtogahlutverki eða stjórnunarstöðu og hafi því nokkuð forskot þegar kemur að fjárfestingum.

„Niðurstöður rannsóknarinnar eru mjög áhugaverðar, sérstaklega svör varðandi helstu hindranir fyrir þátttöku á fjármálamarkaði. Þar var algengasta svarið að þekkingarleysi standi í vegi fyrir fólki þegar kemur að fjárfestingum.,“ segir Þórdís. Zenter rannsóknir framkvæmdu könnunina.

Sesselja G Vilhjálmsdóttir með fyrirspurn.
Bjarni Herrera Þórisson hjá Circular Solutions sérfræðingar um áhrifafjárfestingar flutti erindi undir liðnum Getum við breytt heiminum?
Þórdís H. Yngvadóttir mun kynna niðurstöður nýrrar viðhorfskönnunar fræðslunefndar FKA og Zenter rannsókna um fjárfestingar kvenna og karla. Hér með Helga R. Eyjólfsdóttir úr Viðskiptanefnd FKA.
Kolbrún Jónsdóttir hjá Íslandshótelum.

Kveða niður mýtur varðandi konur og fjárfestingar

Að sögn forsvarsfólks var fullbókað á málþingið.

„Það var góð þátttaka á streymi og fullbókað í sæti miðað við að gefa engan afslátt er kemur að sóttvörnum. Málþingið er fyrsta málþingið af þremur stórum viðburðum sem fræðslunefnd FKA hyggst standa fyrir í vetur, á döfinni eru morgunverðarfundir þar sem markmiðið er að glæða áhuga kvenna til að gerast öflugri þátttakendur á fjármálamarkaði,“ segir Sigrún Björk Jakobsdóttir í Fræðslunefnd FKA.

Linda Björk Ólafsdóttir reyndur fjárfestir miðlaði reynslu sinni undir liðnum Hvernig verðum við öflugir fjárfestar?

„Loftum út er kemur að mýtum varðandi konur og fjárfestingar og fyllum á verkfærabeltið. Það var fljótt að fyllast í gær og nú höldum við áfram með fundarröð Fræðslu­nefnd FKA um konur og fjár­mál á næstu mánuðum.“.

Nánar um málþingið og upptöku af málþinginu má finna á Facebook Félags kvenna í atvinnulífinu FKA.

„Svo er það flottur fjárfestingakostur fyrir konur að vera í FKA, fjárfesta í sér sem fyrsta skref og setja sig á dagskrá,“ segir Þórdís að lokum.

Kristín Jóhannsdóttir frá Nasdaq fjallaði um hlutabréfamarkaðinn.
Rödd Soffíu: Heimspekin og verðbréfamarkaðurinn erindi Halldórs Friðriks Þorsteinssonar.
Helga Valfells hjá Crowberry Capital, Vanesa Hoti nemi, Júlía Lilja Liljudóttir nemi og Kolbrún Jónsdóttir hjá Íslandshótelum. Vanesa og Júlía eru í starfsþjálfun hjá FKA í gegnum Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Vilhjálmur Árnason Alþingismaður fjallaði um fyrirliggjandi frumvarp til laga um skattaafslátt vegna hlutabréfakaupa.
Sóttvarnir og enginn afsláttur! Annað væri vitleysa.
Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir, hönnuður og framkvæmdastjóri IHANNA HOME og Iðunn Sveinsdóttir markaðs- og sölustjóri.
Júlía Lilja Liljudóttir, Unnur Elva Arnardóttir stjórnarkona FKA og gjaldkeri FKA ásamt Vanesu Hoti.
Rakel Eva Sævarsdóttir Deloitte.
Félagskonurnar Sólveig R. Gunnarsdóttir fjármálaráðgjafi, Gróa Másdóttir og Sigríður Hrund Pétursdóttir stjórnarkona FKA.
Fullbókað var á málþingið, fyrsta af þremur hjá FKA um fjármál.