Fram að helgi er út­lit fyrir suð­vestan strekkings­vind og á­fram­haldandi skúrir um landið vestan­vert en bjart­viðri austan­lands.

Seinni­part sunnu­dags er síðan von á myndar­legri lægð að landinu og með henni all­hvöss sunnan­átt og rigning en er lægðin fikrar sig norð­austur yfir landið þá snýst í norðan­átt og slyddu eða snjó­komu norðan­lands.

Skil eru byrjuð að ganga yfir landið og nú i morguns­árið er farið að hvessa af suðri vestast á landinu. Á­fram verður vaxandi sunnan­átt á landinu og mun vindur ná storm­styrk á nokkrum stöðum vestan­lands og á mið­há­lendinu, einkum á norðan­verðu Snæ­fells­nesi og norðan jökla.

Skilunum fylgir einnig rigning, einkum sunnan- og vestan til, en þó mun ein­hver dá­lítil væta ná inná Norð­austur­land. Í kvöld snýst síðan í hægari suð­vestan­átt með skúrum, en léttir til austan­til í nótt og fyrra­málið. Vaxandi sunnan­átt, 13-20 m/s vestan­til seinni­partinn, annars 8-15. Rigning sunnan- og vestan­lands, en þykknar upp með dá­lítilli vætu norð­austan­til síð­degis.

Snýst í hægari suð­vestan­átt seint í kvöld og í nótt, fyrst vestast. Suð­vestan 5-13 á morgun, en hvassara um tíma suð­austan­lands. Skúrir á vestur­helmingi landsins, en að mestu létt­skýjað austan­til. Hiti 6 til 12 stig að deginum.