Innlent

Myndaði öku­níðing: „Það eru manns­líf í húfi“

Íbúi í Reykjanesbæ mætti bifreið í framúrakstri á Reykjanesbraut í dag. Litlu mátti muna að illa færi.

Ökumaður bifreiðarinnar gerði enga tilraun til að víkja. Youtube/Þóra Stína

Litlu mátti muna að illa færi þegar Þóra Stína Hjaltadóttir, íbúi í Reykjanesbæ, ók um Reykjanesbraut í dag. Hún var á leið heim þegar hún mætti bifreið sem var í framúrakstri, þar sem ein akrein er í hvora akstursátt. Til að forða því að lenda framan á bílnum gat hún vikið út á öryggissvæðið. Bílstjórinn sem ók á öfugum vegarhelmingi gerði enga tilraun til að forða árekstri, heldur virðist hafa gert ráð fyrir því að Þór viki.

Þóra Stína hefur sett myndbandið á Youtube og deilt í þrýstihópinn Stopp hingað og ekki lengra! Hópurinn er á Facebook og þrýstir á um tvöföldun Reykjanesbrautarinnar.

Í samtali við Fréttablaðið segir hún að háttalag sem þetta sé nánast daglegt brauð á einbreiðum hluta brautarinnar. Hún brá á það ráð fyrir nokkru að fá sér myndavél í fjölskyldubílana til að geta tekið upp það sem fram fer og auka þannig öryggi sitt og fjölskyldunnar.

„Ég vona þess innilega að þessi ökuníðingur sé hér inni og sjái þetta og skammist sín að hafa lagt mig og börnin mín í lífshættu,“ skrifar Þóra í færslunni á Facebook.

Hún segir að ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum ef hún hefði ekki haft fulla einbeitingu. „Hvenær ætli ég hætti að vera heppin og deyji í umferðarslysi útaf ökuníðing sem að lá svo lífið á að hann ákvað að taka mitt líf í vítaverðum akstri ??,“ spyr Þóra.

Í samtali við Fréttablaðið segist Þóra spyrja sig hvort fleiri banaslys þurfi til að brautin verði tvöfölduð alla leið.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

For­­dæm­ir „morð­­æf­ing­ar“ NATO í Sand­­vík

Innlent

Hundruð hermanna æfir í Sandvík

Innlent

Mikill áhugi Kínverja vekur vonir á Kópaskeri

Auglýsing

Nýjast

Yfir tutt­ug­u látn­ir eft­ir ban­vænt heim­a­brugg

Talin hafa brotið kynferðislega á fjölda kvenna

Feng­ið líf­láts­hót­an­ir eft­ir að hafa stig­ið fram

Sátt um kjarnorkulausan Kóreuskaga

Gular viðvaranir í gildi næstu þrjá daga

Rændu far­angri er­lendra ferða­manna í mið­bænum

Auglýsing