Mynd af byssumanninum Tetsuya Yamagami sem banaði Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japan, var birt í dag á samfélagsmiðlinum Reddit.

Þar sést byssumaðurinn henda frá sér heimatilbúnu vopni sínu sem hann hafði notað í tilræði sínu.

Hann hafði þá skotið Shinzo Abe í bakið en Abe lést af sárum sínum klukkan hálf þrjú að íslenskum tíma, aðfaranótt föstudags.

Yamagami hendir hér frá sér vopni sínu rétt eftir að hafa banað Shinzo Abe
Mynd/skjáskot

Gríðarlega ströng vopnalöggjöf er í Japan og eru ofbeldis glæpir sem framdir eru með skotvopnum því virkilega sjaldgæfir. T.d. voru einungis 9 morð framinn með skotvopni í landinu en yfir 125 miljón manns búa í Japan

Því er talið að byssumaðurinn hafi útbúið vopnið sjálfur til þess að fremja verknaðinn.

Shinzo Abe stuttu eftir að hann varð fyrir skoti.
Fréttablaðið/EPA