Spor af myglu­sveppi hafa greinst í leik­fanga­verk­færa­setti sem var til sölu í Costco.

Verslunin hefur sent tölvu­póst á þau sem hafa keypt slíkt sett og þeim boðið að skila vörunni til þeirra gegn fullri endur­greiðslu.

Costco biðst í tölvu­pósti til kaup­enda af­sökunar á ó­þægindunum sem þetta kann að valda þeim.