Mygla fannst á nokkrum kennslusvæðum á annarri hæð í nýbyggingu Vogaskóla sem og á skrifstofum á jarðhæð. Búið er að óska eftr alhliða úttekt á öllu skólahúsnæðinu og loftræstikerfi hússins.

Skólastjóri skólans greindi frá tíðindunum í tölvupósti til foreldra nemenda við skólann. Mbl.is greindi fyrst frá.

Í tölvupóstinum kemur fram að skólastýran hafi fundað með aðilum frá Reykjavíkurborg og að verið sé að vinna að verkkáætlun sem miði að því að rýma þessi svæði og ráðast í viðgerðir.

Þá sé verið að leita eftir húsnæði sem hægt er að nýta fyrir skólastarfið af þessum svæðum á meðan á viðgerðum stendur.