Tón­list­ar­mað­ur­inn R. Kel­ly hef­ur ver­ið á­kærð­ur fyr­ir að múta op­in­ber­um starfs­mann­i til að fá föls­uð skjöl svo hann gæti geng­ið í hjón­a­band með stúlk­u und­ir aldr­i árið 1994.

Í dóms­skjöl­um er að­eins vís­að til stúlk­unn­ar sem Jane Doe, en í er­lend­um miðl­um er full­yrt að um band­a­rísk­u söng­kon­un­a Aa­al­i­y­ah sé að ræða, en söngv­ar­inn gift­ist henn­i þeg­ar hún var að­eins 15 ára og hann 27 ára.

Á skil­ríkj­un­um, sem var lek­ið til fjöl­miðl­a á sín­um tíma, stóð þó að hún væri 18 ára.

Sam­kvæmt dóms­skjöl­um voru mút­urn­ar greidd­ar 30. Ágúst 1994, degi áður en fyrst var greint frá hjú­skap hans við söng­kon­un­a. Hjón­a­band þeirr­a var ó­gilt nokkr­um mán­uð­um síð­ar þeg­ar upp komst að hún var und­ir aldr­i. Aal­i­y­ah lést í flug­slys­i árið 2001

Lög­mað­ur R. Kel­ly, Ste­ven Gre­en­berg, sagð­i við band­a­rísk­a miðl­a fyrr á ár­in­u að Kel­ly hafi ekki vit­að að hún hafi að­eins ver­ið fimm­tán ára þeg­ar þau gift­ust.

R. Kel­ly á yfir höfð­i sér nokkr­ar á­kær­ur vegn­a kyn­ferð­is­legs of­beld­is bæði í Chi­cag­o og New York. Á­ætl­að er að mál­in verð­i tek­in fyr­ir á næst­a ári. R. Kel­ly hef­ur á­vallt neit­að sök í mál­un­um. Nýj­ust­u á­kær­urn­ar voru lagð­ar fram í Bro­ok­lyn í New York og voru lagð­ar fram í júlí á þess­u ári. Þar seg­ir að R. Kel­ly og fylgd­ar­lið hans hafi stund­að fjár­kúg­un í um tvo ár­a­tug­i. Þau hafi fund­ið fyr­ir hann kon­ur og stúlk­ur und­ir aldr­i sem hann svo mis­not­að­i kyn­ferð­is­leg­a.

Greint er frá á BBC.