Bílar

Mustang mest seldi sportbíll heims

Í fyrra seldust 125.809 eintök af Mustang en hann er seldur í 146 löndum og því sannkallaður heimsbíll.

Ford Mustang er orðinn vinsæll bíll í Kína, en í fyrra seldust þar 7.125 eintök.

Ford Mustang varð strax í upphafi mikill senuþjófur, en bíllinn var fyrst kynntur á World´s Fair sýningunni í New York árið 1964 og strax eftir það í sýningarsölum Ford um öll Bandaríkin. Allar götur síðan hefur hann selst vel og er hann enn í dag söluhæsti sportbíll heims, en í fyrra seldust 125.809 eintök af bílnum. Ford Mustang er seldur í 146 löndum og því sannkallaður heimsbíll, en 6 nýjum löndum var bætt við í fyrr. Ein 81.886 eintök af Mustang seldust í fyrra í heimalandinu Bandaríkjunum, eða rétt tæplega tveir þriðju hlutar heildarsölu bílsins. Mustang er orðinn vinsæll bíll í Kína, en í fyrra seldust 7.125 Mustang í Kína. 

Vinsælasta útfærsla Mustang er GT-útgáfan sem er með 5,0 lítra V8 vél. Í þessari V8 útgáfu hans er bíllinn 460 hestöfl, en bílinn má einnig fá með 2,3 lítra og fjögurra strokka EcoBoost vél sem skilar 310 hestöflum. Við síðustu breytingu á Mustang var hætt við að bjóða bílinn með 6 strokka vél, nú fæst hann aðeins 4 og 8 strokka vélum. Báðar þær gerðir má fá með 6 gíra beinskiptingu eða 10 gíra sjálfskiptingu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bílar

Amarok fær 255 hestöfl

Bílar

Mustang Shelby GT500 yfir 700 hestöfl

Bílar

Arctic Exclusive á flottasta Volvo XC90 jeppann

Auglýsing

Nýjast

Innlent

Fram­halds­skóla­kennarar hafa samið við ríkið

Erlent

Fréttamaður skotinn til bana í beinni útsendingu

Mjanmar

Blaðamennirnir leiddir í gildru

Fréttir

Plokkarar ráðast gegn rusli í dag

Spánn

Afsökunarbeiðni skref í átt að upplausn ETA

Fréttir

Ölvaður maður gekk á móti bílaumferð

Auglýsing