Þessi nýi rafdrifni Mustang er í raun og veru jepplingur en verður boðinn bæði með afturdrifi og fjórhjóladrifi. Drægnin hans er tæpir 500 km en hann er með 75,7 kWh rafhlöðu. Einnig verður hægt að fá hann með stærri 98,8 kWh rafhlöðu. Bíllinn verður boðinn í fjórum útfærslum, Select, California Route 1, Premium og GT. Grunnútgáfan verður 332 hestöfl og mun skila 565 Newtonmetra togi. Upptakið verður betra en hjá Porsche Macan segja talsmenn Ford. GT útgáfan verður hins vegar 459 hestöfl og með 830 Newtonmetra tog. Upptakið í honum verður betra en hjá Porsche 911 GTS.