Elon Musk, nýr eigandi Twitter, hefur varað við því að samfélagsmiðillinn gæti verið að stefna í gjaldþrot.

Þetta kom fram á fyrsta stóra fundi hans með starfsmönnum fyrirtækisins en þar útilokaði hann ekki möguleikann á að komið gæti til gjaldþrots eftir gríðarlega erfiða byrjun hans sem nýs forstjóra fyrirtækisins.

Fjöldamargir auglýsendur hafa tilkynnt brottför sína frá miðlinum síðan Musk tók yfir, þar á meðal Coca-Cola, Nike og Apple.

Notendafjöldi síðunnar hefur einnig fallið gríðarlega en samkvæmt Musk tapar Twitter nú í kringum 4 milljónum Bandaríkjadala á dag, sem nemur um 580 milljónum íslenskra króna.