Tón­listar­há­tíðinni Músík­til­raunum 2020 hefur verið af­lýst vegna Co­vid-19 og er það í annað skipti í 36 ár sem há­tíðin fer ekki fram.

„Eftir mikla um­hugsun hefur sú erfiða á­kvörðun verið tekin að Músík­til­raunir 2020 falla niður vegna CO­VID-19,“ segir í til­kynningu frá starfs­fólki há­tíðarinnar.

„Allt frá upp­hafi Músík­til­raunanna 1982 hafa þær einungis fallið einu sinni niður en það var árið 1984 vegna verk­falls kennara sem í ljósi nú­verandi að­stæðna virkar frekar lítil­fjör­legt.“

Vonast er til þess að há­tíðin verði á sínum stað á næsta ári. „Við komum bara enn sterkari til leiks inn í tón­listar­senu landsins á sama tíma og þær fagna 40 ára til­veru sinni.“