Grammy

Musgraves, Gambino og Lady Gaga unnu flest verðlaun

Kántrísöngkonan Kacey Musgraves, rapparinn Childish Gambino og poppsöngkonan Lady Gaga unnu flest verðlaun á Grammy-verðlaunahátíðinni í nótt. Konur voru mikið í aðalhlutverki á hátíðinni í ár, en í fyrra var hún gagnrýnd fyrir að verðlauna konur ekki nóg.

Kacey Musgraves var aðal sigurvegari kvöldsins. NORDICPHOTOS/GETTY

Kvenkyns tónlistarmenn báru af á Grammy-verðlaunahátíðinni, sem fór fram í Los Angeles í nótt.

Kántrítónlistarkonan Kacey Musgraves var aðal sigurvegari kvöldsins, hún vann alls fjögur verðlaun fyrir plötuna sína Golden Hour. Hún fékk verðlaun fyrir bestu plötuna, bestu kántríplötuna, besta kántrílagið og besta kántríflutninginn.

Stærsti karlkyns sigurvegari kvöldsins, Childish Gambino, einnig þekktur sem Donald Glover, fékk líka fjögur verðlaun, fyrir besta lagið, bestu smáskífuna, besta myndbandið og besta flutninginn.

Lady Gaga vann þrenn verðlaun fyrir lagið Shallow, sem hún flytur með Bradley Cooper, meðal annars fyrir besta poppflutninginn og besta poppdúettinn.

Dua Lipa vann verðlaun sem besti nýliðinn, Cardi B vann verðlaunin fyrir bestu rappplötuna, Ariana Grande vann verðlaunin fyrir bestu poppplötuna og Emily Lazar varð fyrsta konan til að vinna Grammy-verðlaunin fyrir bestu hljóðblöndunina. Þar að auki voru Dolly Parton og Diana Ross heiðraðar fyrir ævilangt framlag sitt til tónlistar og fjöldi kvenkyns tónlistarmanna fluttu tónlist.

Konurnar voru því í aðalhlutverki á hátíðinni í ár, en í fyrra var hátíðin gagnrýnd fyrir að verðlauna fáar konur.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Venesúela

Maduro slítur stjórn­mála­sam­bandi við Kólumbíu

Bandaríkin

Milljón dollara trygging fyrir R. Kel­ly

Breska konungsfjölsku

Her­togaynjan hótar lög­sóknum

Auglýsing

Nýjast

Tólf ára blaða­kona lét lög­reglu­mann heyra það

Þyrlan sótti göngu­menn upp á Tungna­fells­jökul

Fjallað um fyrir­hugaðar hval­veiðar í er­lendum miðlum

Plok­kver­tíðin að hefjast hjá Atla

Segja RÚV upp­hefja eigin verk á kostnað fag­manna

Leit lokið í dag: „Mikill sam­hugur á Ír­landi“

Auglýsing