Þegar loks kom í ljós að Joe Biden hefði sigrað Arizona fylki í for­seta­kosningunum í Banda­ríkjunum árið 2020, sagði fjöl­miðla­mógúllinn Rupert Mur­doch: „Tölurnar eru ó­haggan­legar, þetta verður ekki ná­lægt því,“ við Jar­ed Kus­hner, tengda­son og ráð­gjafa Donald Trump. The Guar­dian greinir frá þessu.

Kus­hner greinir frá því að hann hafi hringt í Mur­doch og spurt hann hvers vegna Fox News hefði spáð sigri Biden í Arizona, jafn­vel áður en hundruð þúsunda at­kvæða hefðu verið talin.

Mur­doch sagðist ætla að kynna sér málið, sem hann gerði áður en hann hringdi til baka nokkrum mínútum síðar. „Því miður Jar­ed, það er ekkert sem ég get gert,“ sagði hann og bætti við að gagna­stjórar Fox News sögðu að Trump ætti lítinn séns á að sigra Arizona.

Það var ein­mitt sjón­varps­stöð í eigu Rupert Mur­doch, Fox News, sem til­kynnti fyrst að Biden hefði sigrað, en sjón­varp­stöðin hefur í gegnum tíðina verið hlið­holl Repúbli­könum og því kom það mörgum á ó­vart að Fox News hefði verið fyrsta stöðin til að til­kynna það.

Allt þetta kemur fram í nýrri bók Jar­ed Kus­hner, Breaking History, sem kemur út í ágúst. Margir dyggustu stuðnings­manna Trump hafa snúist gegn honum á síðustu vikum vegna niður­stöðu nefndarinnar sem rann­sakar á­rásina á þing­húsið 6. janúar 2021. Jafn­vel Fox News virðist hafa snúist gegn honum.

Frá­sögn Kus­hner bætist við margar sem virðast hafa verið að koma út á síðustu vikum. En margar frá­sagnir hafa komið fram þar sem Trump er lýst svo­leiðis að hann hafi ekki viljað lýsa yfir ó­sigri, jafn­vel þegar það var orðið ljóst að hann hefði tapað.

Trump vildi ekki lýsa yfir ósigri strax.
Fréttablaðið/Getty

„Sláandi spáin stöðvaði með­byr okkar skyndi­lega,“ segir Kus­hner í bókinni. „Stemningin breyttist strax á meðal leið­toga her­ferðarinnar, sem voru flestir að reyna að skilja að­ferðar­fræði stöðvarinnar [Fox News].“

Ó­sigur Trump í Arizona minnkaði sigur­líkur Trump gríðar­lega en hann þurfti þá að treysta á sigur í fylkjum sem ó­lík­leg eru til þess að kjósa Repúblikana til þess að fá 306 kjör­menn og þar með sigra kosninguna, sem síðar gerðist ekki.

Biden endaði á að sigra Arizona með tíu þúsund at­kvæðum.