Fundur ríkis­stjórnarinnar í Salt­húsinu í Grinda­vík lauk nú skömmu eftir há­degi en meðal þess sem rætt var á fundinum voru að­gerðir vegna Co­vid-far­aldursins. Nú­verandi reglu­gerð um tak­markanir innan­lands eru í gildi til föstu­dagsins 13. ágúst.

Þar sem fundurinn drógst á langinn voru að­gerðirnar ekki til­kynntar í beinu fram­haldi líkt og búist var við en ráð­herrarnir munu þess í stað til­kynna að­gerðirnar að loknum vinnu­fundi í Reykja­nes­bæ klukkan 16:00.

Líkt og áður segir er nú­verandi reglu­gerð í gildi til 13. ágúst en þar er kveðið á um 200 manna sam­komu­bann, eins metra reglu og grímu­skyldu. Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir hefur falið stjórn­völdum að taka næstu skref og því hefur hann ekki lagt til beinar að­gerðir.

Í við­tali við Frétta­blaðið fyrr í dag sagði Þór­ólfur að í ljósi fjölda smita og þar sem far­aldurinn er í línu­legum vexti væri ekki ráð­lagt að fara í miklar til­slakanir.

„Mér finnst það frekar aug­ljóst að það sé ekki mikið ráð­rúm til að slaka mikið á á þessari stundu en annars finnst mér að við ættum að bíða með það þar til stjórn­völd eru búin að ræða um til­lögurnar,“ sagði Þór­ólfur.

Ríkisstjórnin fundaði í Salthúsinu fyrr í dag.
Fréttablaðið/Eyþór Árnason