Olaf Scholz, kanslari Þýska­lands, segir G7 ríkin – sjö stærstu iðn­ríki heims – muni styðja við bakið á Úkraínu eins lengi og þörf krefur. Hann segir ríkin muni hamra á þessum skila­boðum á ráð­stefnu sem ríkin halda í næstu viku. AP News greina frá þessu.

Í við­tali við þýskan fjöl­miðil sagðist hann vilja nýta G7 ráð­stefnuna til þess að ræða mál­efni Úkraínu til lengri tíma. Ráð­stefnan fer fram í bænum Elm­au í Bæjara­landi í Þýska­landi.

G7 er sam­band sjö ríkja, Bret­lands, Frakk­lands, Ítalíu, Japans, Kanada og Þýska­lands. Ríkin fara saman með sex­tíu prósent af heildar­auð­legð heimsins og hýsa um tíu prósent jarðar­búa. Sam­bandið hét áður G8 en Rússum var vísað frá árið 2014 eftir inn­rás þeirra inn á Krím­skaga.

„Við munum halda á­fram að styðja Úkraínu eins lengi og þörf krefur,“ sagði Scholz og bætti við að hann vildi gera líf Pútín erfitt með því að rugla í plönum hans.

„Pútín vonast aug­ljós­lega til þess að allt muni smella saman þegar hann hefur náð nógu miklu land­svæði og al­þjóða­sam­fé­lagið gleymir Úkraínu. Það er blekking,“ sagði Scholz.

Leið­togar Frakk­lands, Ítalíu, Rúmeníu og Þýska­lands ræddu frekari vopna­sendingar til Úkraínu á sér­stökum fundi sem þeir áttu með Volodí­mír Selenskíj, for­seta Úkraínu, í Kænu­garði á fimmtu­daginn. En þeir heim­sóttu Úkraínu í síðustu viku.

Leið­togarnir fjórir, sem allir leiða ríki sem hafa aðild að Evrópu­sam­bandinu, studdu einnig aðildar­um­sókn Úkraínu að Evrópu­sam­bandinu. Scholz vonaðist til þess að öll ríki Evrópu­sam­bandsins styðji um­sókn Úkraínu þegar þau funda í næstu viku.