Dómari í Minnea­polis hefur nú neitað kröfu verj­enda lög­reglu­mannsins Dereks Chau­vin, sem er á­kærður fyrir að hafa orðið Geor­ge Floyd, um að réttar­höldunum verði frestað og þau flutt á annan stað. Þetta er í annað sinn sem kröfu verj­enda um að færa réttar­höldin frá Minnea­polis er hafnað.

Krafa verj­endanna kom í kjöl­far á­kvörðunar borgarinnar um að greiða fjöl­skyldu Floyd 27 milljón Banda­ríkja­dali í bætur. Lög­menn Chau­vins héldu því fram að sú á­kvörðun kæmi til með að lita álit kvið­dómara á Chau­vin og því þyrfti að bíða með réttar­höldin. Chau­vin hefur al­farið neitað sök í málinu.

Þá voru lög­mennirnir ó­sáttir við að greint hafi verið frá sam­komu­lagi borgarinnar við fjöl­skyldu Floyds á sama tíma og val á kvið­dómurum fer fram en ferlið í kringum valið hófst þann 8. mars síðast­liðinn. Að því er kemur fram í frétt CNN er nú búið að velja tólf af fjór­tán kvið­dómurum en tveir kvið­dómarar verða til vara.

Líkt og áður segir er Chau­vin á­kærður fyrir morðið á Geor­ge Floyd en hann kraup á hálsi Floyd í tæp­lega átta mínútur í maí 2020. Floyd, sem var svartur maður, hafði verið hand­tekinn og var grunaður um skjala­fals að sögn lög­reglu. Lög­reglu­mönnunum sem komu að hand­tökunni var vikið úr starfi í kjöl­farið og þeir ákærðir.

Málið vakti gífur­lega at­hygli um allan heim eftir að mynd­skeið af hand­tökunni fór í dreifingu á netinu og í kjöl­farið brutust fjöl­menn mót­mæli út víða þar sem fólk mót­mælti kerfis­lægu mis­rétti lög­reglu í garð svartra ein­stak­linga.