Heilbrigðisstarfsfólk sem starfar hjá ríkinu eftir sjötugt mun geta frestað að taka út lífeyrinn sinn. Þetta kemur fram í nýjum drögum að lagabreytingu sem Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra tilkynnti upprunalega um í sumar.
Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skemmstu óttaðist Landssamband eldri borgara að eldra fólk yrði nýtt sem ódýrt vinnuafl.
Samkvæmt drögum Willums mun fólk ekki greiða í samtryggingarsjóð eftir sjötugt. Hins vegar má láta draga af launum sínum upphæð sem fer í séreignarsjóð. Greiðir hið opinbera þá mótframlag á móti.