Sig­ríður Björns­dóttir sér­greina­dýra­læknir hrossa hjá MAST segir að stofnunin hafi engin ráð til þess að koma hrossum í um­sjá annars aðila þegar þau eru í slæmu á­sig­komu­lagi eins og hrossin sem voru af­lífuð í gær á Vestur­landi. Eins og fram kom í morgun voru þrettán hross af­lífuð á bænum en mikið hefur verið fjallað um dýrin undan­farin mánuð og ná­grannar margir til­kynnt van­rækslu á dýrunum.

Þau hross sem voru í á­sættan­lega á­sig­komu­lagi fóru aftur til um­sjár­aðila. Af þeim eru tíu sem þurfa sér­stakt eftir­lit.

„Það verða að vera fag­leg rök fyrir því að vörslu­svipta. Það er ekki í lagi að vörslu­svipta dýr sem eru í lagi,“ segir Sig­ríður spurð af hverju dýrunum var skilað í um­sjá um­sjár­aðila eftir að þrettán öðrum var slátrað.

En þegar það er for­dæmi og skýrar vís­bendingar um að um­önnun verði ekki í lagi, eins og er þarna?

„Nei, það er ekki heimilt. En við getum haft eftir­lit, og það er hægt að tryggja þetta með eftir­liti.“

En hvers vegna var það ekki gert áður en þið þurftuð að af­lífa þrettán hross?

„Það var gert,“ segir hún og að hún skilji ekki hvað blaða­maður meinar ná­kvæm­lega.

Var eftir­litið full­nægjandi þegar þetta endar svona?

„Já, vegna þess að hrossin voru raun­veru­lega í sama á­standi og þegar þau koma fyrst til okkar kasta. Þau hafa ekki versnað í holda­fari en ekki öll bætt sig eins og vonir stóðu til,“ segir hún og þegar komið er að þessum árs­tíma hafi ekki verið hægt að gera annað en að senda þau í slátur­hús.

Spurð um þau tíu hross sem eru enn í við­kvæmu á­standi segir hún að þau séu undir eftir­liti MAST en hjá um­ráða­manni og að í eftir­litinu felist mælingar á holda­fari og heim­sóknir.

„Holda­far breytist ekki gríðar­lega hratt á hrossum en við munum fylgjast með viku­lega,“ segir Guð­rún Sig­ríður.

Eitt hrossanna stuttu áður en MAST fór í sínar aðgerðir á mánudag.
Mynd/Hrafnhildur Þorsteinsdóttir
Annað þeirra.
Mynd/Hrafnhildur Þorsteinsdóttir

Hefðu ekki lifað úti í vetur

Hún segir að hrossin sem voru af­lífuð hafi ekki verið þannig van­nærð að þau hafi þurft sér­staka með­ferð eða mat­væli en að samt hafi ekki verið hægt að komast hjá því að af­lífa þau.

„Það er komið svo fram á haustið og þau ekki náð þeim bata sem vonast var til og þau ekki getað lifað úti í vetur og ekki hægt að loka þau inni.“

Og það mátti ekki flytja þau eitt­hvert annað þar sem ein­hver hefði hugsað um þau?

„Það hefði ýmis­legt verið hægt en það er búið að reyna á­kveðin úr­ræði til að tryggja bata, sem ekki gekk eftir. Það er enginn annar að fara að halda þessi hross.“

Þannig það eru engin úr­ræði hjá stofnuninni?

„Nei, það eru engin úr­ræði. Mat­væla­stofnun heldur ekki hross, eða annað búfé. Við erum með þennan tveggja daga glugga til vörslu­sviptingar og þau sem eru slátur­dýr í eðli sínu fara þangað.“