Varan­legar að­gerðir um ofan­flóða­varnir á Seyðis­firði eru nú í undir­búningi hjá um­hverfis- og auð­linda­ráðu­neytinu. Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, um­hverfis- og auð­linda­ráð­herra, fór yfir undir­búninginn með sveitar­stjóra Múla­þings og for­seta sveitar­stjórnar á fundi í gær.

EFLA verk­fræði­stofu hefur verið falið að undir­búa að­gerðirnar í sam­vinnu við sviss­neska sér­fræðinga og hefur stofan unnið að frum­at­hugun varna vegna skriðu­hættu fyrir svæðið. Í til­kynningu frá ráðu­neytinu segir að reiknað sé með að til­lögur að að­gerðum í fyrsta á­fanga ofan­flóða­varna fyrir suður­hluta Seyðis­fjarðar liggi fyrir vorið 2021.

Líkur eru á að fyrstu að­gerðir snúi að því að beina aur­flóðum og skriðum í á­kveðna far­vegi og set­þrær sem og auka rann­sóknir og vöktun á svæðinu. Þær séu nauð­syn­legar til að undir­búa hönnun fram­kvæmda til að lækka grunn­vatns­borð og leiða vatn út úr set­lögum til að auka stöðug­leika þeirra.

Fer til Seyðisfjarðar á nýju ári


Mark­miði að­gerðanna er að tryggja öryggi íbúa á svæðinu og er stefnt að því að hefja fram­kvæmdir við snjó­flóða­varnir á Seyðis­firði á næsta ári. Til­efnið er auð­vitað aur­skriðurnar sem féllu á Seyðis­firði síðustu daga og ollu gríðar­legum skemmdum á fjölda húsa.

„Hugur okkar allra er hjá Seyð­firðingum sem takast nú á við mjög erfiðar og krefjandi að­stæður. Það er að­dáunar­vert að fylgjast með sam­stöðunni í Múla­þingi, sem hefur sýnt sig svo glöggt undan­farna daga. Ég sendi mínar hlýjustu kveðjur austur,“ segir Guð­mundur Ingi í til­kynningu.

Ráð­herrann mun fara til Seyðis­fjarðar til að funda með heima­fólki í janúar og verður þar farið betur yfir stöðuna og á­fram­hald við vinnu á upp­byggingu varna. Ofan­flóða­varnir, þ.e. varnir gegn snjó­flóðum og skriðu­föllum, heyra undir um­hverfis- og auð­linda­ráðu­neytið.

Í til­kynningu ráðu­neytisins segir að jarð­­fræði­­rann­sóknir Veður­stofu Ís­lands, sem unnar voru á ára­bilinu 2003–2017, sýni að stórar, for­sögu­legar skriður hafi fallið á svæðinu þar sem suður­hluti Seyðis­fjarðar­bæjar stendur nú. Um­merkin um for­sögu­legu skriðurnar sýndu að endur­skoða þurfti ofan­flóða­hættu­matið frá 2002 undir Neðri-Botnum í suður­hluta bæjarins. Endur­skoðað og út­víkkað hættu­mat fyrir Seyðis­fjörð var stað­fest af um­hverfis- og auð­linda­ráð­herra í mars 2020.