Heimilt er að fram­kvæma hrað­próf á börnum með munn­vatns­sýni, í stað hinna hefð­bundnu PCR- eða hrað­prófa til þess að hljóta að­gang að hvers­kyns við­burðum. Frá þessu greinir Lára Sól­ey Jóhanns­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Sin­fóníu­hljóm­sveitar Ís­lands.

Þá er nei­kvætt PCR-próf og vott­orð um Co­vid smit á síðustu 180 dögum nóg til þess að komast hjá því að mæta í hrað­próf fyrir við­burði.

Gera þarf hraðpróf aðgengilegri

Lára Sól­ey vakti at­hygli á mögu­leikanum um munn­vatns­sýni í færslu á Face­book-síðu sinni í gær, þar sem hún deilir reynslu­sögu frá sínu eigin heimili. Þegar upp­götvaðist að nóg væri að fram­vísa munn­vatns­sýni í stað þess að mæta í hrað­próf með til­heyrandi ó­þægindum, létti gríðar­lega yfir sex ára gamla drengnum hennar sem kveið ó­gur­lega fyrir því að mæta í sýna­töku.

Frétta­blaðið tók tal af Magnúsi Geir Þórðar­syni, leik­hús­stjóra Þjóð­leik­hússins, sem fagnar þessum tíðindum. Hann segir leik­húsin hafa bent á á­kveðna hnökra á hrað­prófs­kerfinu: „Við erum búin að vera að pressa á að af­kasta­getan sé aukin og opnunar­tíminn sé lengdur til þess að bæta þjónustuna gagn­vart gestunum,“ segir Magnús.

Hann tekur þó skýrt fram að þrátt fyrir þetta hafi menningar­stofnanirnar átt í virku sam­ráði og góðu sam­starfi við yfir­völd í þessum málum og fram­fylgt fyrir­mælum í einu og öllu.

Hvergi komið opinberlega fram

Það getur verið í­þyngjandi, sér í lagi fyrir yngri kyn­slóðirnar, að fá pinna upp í nefið á sér, eins og er gert í hefð­bundnum sýna­tökum. Magnús segir synd að upp­lýsingar á borð við munn­vatns­sýnin séu ekki fyrir allra augum.

„Þetta hefur hvergi komið fram opin­ber­lega. Maður þarf að lesa langt, langt inn í reglu­gerðir til þess að sjá að þetta sé heimilt. En þetta er þannig að ef maður fer á heilsu­gæsluna á Suður­lands­braut og biður um þetta, þá er boðið upp á þetta,“ segir Magnús.

Þetta geti leyst málið fyrir marga: „Svo undir­strikar þetta í leiðinni þörfina fyrir það að stjórn­völd miðli upp­lýsingum mark­visst. Hvar er hægt að fara í hrað­próf, hve lengi er opið og svo fram­vegis.“

Magnús bætir við að gera þurfi hrað­próf að­gengi­legri til þess að auð­velda fólki að mæta á menningar­við­burði.

„Reyndar er það nú svo að maður getur hvergi verið öruggari en í menningar­húsi því það eru allir búnir að fara í hrað­próf, allir með grímu og veitinga­sala ekki einu sinni heimiluð."

Nei­kvætt PCR-próf og Co­vid-smit gera hrað­próf ó­þörf

Tals­menn menningar­stofnananna hafa bent stjórn­völdum í­trekað á ýmsa ann­marka á því fyrir­komu­lagi sem nú er við lýði varðandi fram­vísun hrað­prófa fyrir hvers­kyns við­burði.

„Hingað til hefur það verið þannig að fólk sem fer í PCR-próf og kemur með nei­kvæða niður­stöðu út úr því, það hefur ekki mátt fara inn á menningar­við­burði. Það er afar sér­stakt, því PCR-próf þykja al­mennt öruggari, en því var loksins breytt fyrr í dag þannig að nú gilda þau próf,“ segir Magnús.

Þá hefur einnig orðið breyting á hjá þeim sem hafa smitast af Co­vid: „Þeir sem hafa fengið Co­vid á síðustu 180 dögum eru einnig orðnir undan­skildir því að fram­vísa hrað­prófum. Nú gilda því PCR-prófin og vott­orð um Co­vid smit á síðustu 180 dögum,“ segir Magnús að lokum.