Heildarafli í apríl var rúmlega 111 þúsund tonn sem er fjögur þúsund tonnum minna en í apríl á síðasta ári, samkvæmt tilkynningu Hagstofunnar. Botnfiskafli var rúmlega 45 þúsund tonn sem er tvö þúsund tonnum minni afli en í apríl í fyrra.

Af botnfisktegundum var þorskaflinn rúm 23 þúsund tonn. Af uppsjávartegundum veiddist nær eingöngu kolmunni, tæp 63 þúsund tonn.