Á í­búa­fundi Seyð­firðinga seinni partinn í dag kom fram að muna­björgun er lokið en hreinsun er enn í gangi á svæðinu þar sem skriðurnar féllu í desember. Hug­rún Hjálmars­dóttir, fram­kvæmda- og um­hverfis­mála­stjóri Múla­þings, fór á fundinum yfir stöðu hreinsunar­starf á Seyðis­firði og sagði á­kveðin þátta­skil vera í því núna því muna­björgun er lokið. Hún greindi frá því að nú er búið að grafa upp öll svæði þar sem voru rústir og fara með muni og leysa upp hópinn sem vann að björgun muna.

Þá sagði hún að unnið væri að bráða­vörnum fyrir ofan Slippinn og að vinna við varnar­garða væri langt komin. Fljót­lega eftir páska verði farið að vinna að koma ræsi í gegnum Hafnar­götu og þá má reikna með töfum á um­ferð. Þá er verið að skoða götur og eitt­hvað um að þurfi við­gerðir sem verður farið í vor eða sumar.

Hún sagði að snjórinn hægi á vinnu og tefji en að þau séu búin að vera ó­trú­lega heppinn hvernig hefur gengið.

Hugrún sagði það vera þáttaskil að munabjörgun væri loks lokið.

Hættumat liggi fyrir í maí

Björn Ingi­mars­son, sveitar­stjóri Múla­þings sagði unnið að endur­skoðun á hættu­mati sem ætti að liggja fyrir í maí og það yrði bráðum hægt að ganga frá kaupum á þeim húsum sem eru á svæði sem ekki má lengur búa á.

Hann sagði að hann væri því miður ekki með skýr svör varðandi hús­næðis­mál sem margir hafa á­hyggjur af en sagði að sveitar­fé­lagið muni að­stoða þar sem þörf er á. Þá greindi hann frá því að rýmingar­skilti, með upp­lýsingum um hvernig eigi að bregðast við ef það þarf að rýma, verði dreift í hús öðrum megin við páskana.

Stefán Bogi Sveins­son, for­maður um­hverfis- og fram­kvæmda­ráðs Múla­þings, fór yfir skipu­lag tengt fram­kvæmdum og sagði vera klára þörf fyrir nýtt í­búðar­hús­næði og að það hafi byggingar­aðilar haft sam­band, þar með talið Bríet, sem mun byggja sex í­búðir. Sam­komu­lag við Bæjar­tún sem ætlar að byggja 8 í­búðir fyrir 55 ára og eldri. Hann sagði að fleiri hafi haft sam­band og að það væri verið að fara yfir skipu­lag til að skoða hvar væri hægt að koma fleiri í­búðum fyrir og stöðu deili­skipu­lags í sveitar­fé­laginu.

Urður Gunnars­dóttir, verk­efnis­stjóri hjá Austur­brú, fór yfir stuðning við at­vinnu­líf á Seyðis­firði sem er þriggja ára verk­efni

Miklar skemmdir urðu á byggð þegar skriðurnar féllu í desember.
Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki meiri hætta vegna loftslagsbreytinga

Tómas Jóhannes­son, sér­fræðingur frá Veður­stofunni, fór yfir endur­skoðun hættu­mats á Seyðis­firði. Hann fór yfir sögu skriðu­falla í bænum og sagði hættu­legustu skriðurnar hafa fallið fyrir 1.300 árum og svo 4.500 árum.

Hann sagði að það sem þarf að huga að núna sé hvort það þurfi að endur­skoða grund­vallar­for­sendur sem voru lagðar fram við gerð hættu­mats frá árinu 2019 eftir að skriðurnar féllu í desember. Hann fór yfir það hvort að úr­koma sé að aukast og sögu úr­komu síðustu 100 ára og sagði breytingarnar til­viljana­kenndar og taldi hættuna á Seyðis­firði á skriðu­föllum ekki vera meiri vegna lofts­lags­breytinga sem eru núna eða verða í fram­tíðinni af manna­völdum.

Þá fór Jón Haukur Stein­gríms­son, sér­fræðingur hjá Eflu, yfir bráð­að­gerðir og frum­at­hugun ofan­flóða­varna og stöðu mála hvað það varðar.

Fundinn er hægt að horfa á í heild sinni hér að neðan.