Birgir Ár­manns­son, ný­kjörinn for­seti Al­þingis, segir ný­sam­þykkt þing­skapa­lög ekki vera alveg ó­tví­ræð hvað kynja­hlut­fall í þing­nefndum varðar. „Þing­sköpin gera ráð fyrir því að geti verið frá­vik frá jöfnu hlut­falli kynjanna en þar sem er hægt að jafna þetta er auð­vitað æski­legast að það sé gert,“ segir Birgir.

Bæði stjórn­skipunar- og eftir­lits­nefnd Al­þingis og utan­ríkis­mála­nefnd eru með tals­vert ó­jöfn kynja­hlut­föll. Í fyrri nefndinni sitja átta konur og einn karl en í þeirri seinni sitja sjö karlar og tvær konur.

Birgir segist ætla að vekja at­hygli þing­flokks­for­manna á stöðunni þannig að þeir geti kannað hvort mögu­legt sé að jafna hlut­föllin. „Það verða oft breytingar á nefndar­sætum en það er undir hverjum þing­flokki komið hvaða ein­stak­linga þeir velja til setu í hverja nefnd fyrir sig,“ segir Birgir.

Að sögn Birgis er kemur þessi kynja­halli til vegna þess hve seint þing­flokkarnir sendur inn til­nefningar í þessar nefndir. Það hafi ollið því að enginn hafi haft alveg yfir­sýn yfir það hvernig raðist í þing­nefndirnar.

Ekki er enn víst hvort þing­flokkarnir muni gera ein­hverjar til­færslur til að leið­rétta kynja­hlut­fallið en undan­tekningar á jöfnu hlut­falli eru leyfi­legar ef þörf krefur, sam­kvæmt Birgi.

Í kaflanum sem fjallar um sam­eigin­lega til­lögu þing­flokks­for­manna vegna nefndar­kjörs í þing­skapa­lögum segir að gæta skuli að hlut­fall kvenna og karla sé eins jafnt og niður­stöður al­þingis­kosningar og kynja­hlut­föll innan þing­flokka bjóða.

„Þetta er vísiregla þannig að menn eiga að leitast við að hafa þessi hlut­föll jöfn en við eigum eftir að taka þessa um­ræðu með þing­flokks­for­mönnum um hvaða mögu­leikar séu í stöðunni,“ segir Birgir.