Í tilkynningu frá Hvíta húsinu segir að forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, muni virða skuldbindingu sína um að hans fyrsta tilnefning í hæstaréttardómara verði svört kona en það verður þá fyrsta svarta konan sem mun verða dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna.

Greint er frá því í erlendum miðlum að dómarinn Stephen Breyer muni tilkynna bráðlega að hann sé að hætta en það hefur þó ekki verið staðfest. Breyer hefur verið dómari við hæstaréttinn um árabil.

Búist er við því að í dag, fimmtudag, muni Biden og Breyer halda sameiginlegan fund við Hvíta húsið þar sem tilkynnt verður formlega um áætlanir Breyer að setjast í helgan stein en það verður þó líklega ekki fyrr en í sumar.

Breyer var sjálfur tilnefndur af Bill Clinton og hefur verið dómari við hæstaréttinn frá því 1994. Meirihluti dómara við dómstólinn er talinn íhaldssamur, eða sex af níu.

Það hafa aðeins tveir svartir amerískir karlmenn verið dómarar við dómstólinn. Thurgood Marshall var frá 1967 til 1991. Af honum tók Clarence Thomas sem enn er dómari og er elstur dómara. Hann er 73 ára.

Á myndinni eru í efri röð frá vinstri dómararnir Samuel Alito, Clarence Thomas, John Roberts, Stephen Breyer Sonia Sotomayor, og í neðri röð, frá vinstri Brett Kavanaugh, Elena Kagan, Neil Gorsuch and og Amy Coney Barrett
Fréttablaðið/EPA