Heil­brigðis­ráð­herra hefur á­kveðið að boða til sam­ráðs­vett­vangs í formi vinnu­stofu til að ræða hvernig móta eigi að­gerðir og stefnu vegna Co­vid-19 til lengri tíma. Í kjöl­far vinnu­stofunnar verður komið á fót fimm manna verk­efna­t­eymi sem mun annast fram­kvæmd að­gerða vegna Co­vid-19. Teymið mun starfa undir stjórn sótt­varna­læknis út árið 2021.

Í til­kynningu á vef Stjórnar­ráðsins segir að þar sem ljóst sé að nýr kafli í bar­áttu við Co­vid-19 sé að hefjast þar sem vera kunni að beita þurfi að­gerðum um langt skeið til að hefta út­breiðslu veirunnar. Veiran er enn í vexti víða í heiminum og ekki út­lit fyrir að vanda­málið verði úr sögunni á næstu mánuðum.

„Vera kann að slakað verði á tak­mörkunum eða þær hertar allt eftir því hver þróunin verður,“ segir í til­kynningunni. „Marg­háttað sam­ráð hefur verið við­haft allt frá því að veiran skaut fyrst upp kollinum hér á landi. Stýri­hópar hafa verið starfandi, annars vegar um innan­land­svarnir og hins vegar um skimanir á landa­mærum þar sem ýmsir aðilar hafa verið kallaðir til.“

Vegna þess hversu stór sam­fé­lags­legt verk­efni er um að ræða segir heil­brigðis­ráðu­neytið það liggja fyrir að efna þurfi til sam­ráðs helstu lykil­aðila um á­fram­haldandi að­gerðir. Heil­brigðis­ráð­herra hefur því boðað til sam­ráðs­vett­vangs í formi vinnu­stofu þann 20. ágúst næst­komandi. Þar verður rætt um hvernig móta megi að­gerðir og stefnu til lengri tíma litið.

Heil­brigðis­ráðu­neytið vinnur nú að undir­búningi vinnu­stofunnar og mun bjóða þeim sem hana geta sótt á næstu dögum í sam­starfi við önnur ráðu­neyti og stjórn­völd. Vegna tak­markana á sam­komum fer hluti af vinnu­stofunni fram með fjar­funda­búnaði í fleiri hópum til þess að sem flest sjónar­mið komist að, að því er segir í til­kynningunni. Nánar verður greint frá fyrir­komu­laginu í næstu viku.

Loks verður svo skipað fimm manna verk­efna­t­eymi til að annast fram­kvæmd að­gerða vegna Co­vid-19. Teymið mun starfa undir stjórn sótt­varna­læknis út árið 2021.