Mun meiri á­sókn er í bólu­efni AstraZene­ca í dag en búist var við. Þetta kemur fram í stuttri til­kynningu frá Heilsu­gæslu höfuð­borgar­svæðisins sem sögð er áríðandi.

Þar segir að þeir sem eru ekki með SMS boð í AstraZene­ca í dag geti komið eftir kl: 14.00 í Laugar­dals­höll. Segir að heilsu­gæslan verði að byrja á þeim sem eru komnir á tíma með seinni skammtinn.

Segir enn­fremur að AstraZene­ca verði næst boði eftir tvær vikur. Þá sé því annað tæki­færi. Virkni eykst með lengri tíma milli skammta.

Löng röð myndaðist inn í Laugardalshöll í gær þegar bólusett var með Pfizer og ef marka má tilkynninguna er hið sama uppi á teningnum í dag.
Fréttablaðið/Anton Brink