Yfir helmingur eða 52,5 prósent svarenda í nýrri könnun Maskínu vildu sjá Einar Þor­steins­son sem borgar­stjóra. Einungis 23,3 prósent vildu Dag B. Eggerts­son á­fram sem borgar­stjóri. Þá vildu 18,3% svar­enda sjá Dóru Björg Guð­jóns­dóttur odd­vita Pírata sem næsta borgar­stjóra og 5,9% vildu sjá Þór­dísi Lóu Þór­halls­dóttur í starfinu.

533 svöruðu spurningunni „Ef svo fer að Fram­sókn, Píratar, Sam­fylkingin og Við­reisn mynda saman borgar­stjórn í Reykja­vík, hvern af odd­vitum þessara flokkar myndir þú helst vilja hafa sem næsta borgar­stjóra Reykja­víkur.

Heimild:Maskína

Tekjulágum líst illa á meirihlutasamstarfið

Sam­kvæmt könunni líst tekju­háum eða svar­endur með 1,2 miljónir eða meira í mánaðar­laun best á nýja meiri­hlutann. Tekju­lægstu svar­endurnir líst hins vegar verst á meiri­hluta sam­starfið.

Af þeim tekju­hæstu sögðu 12,5% að þeim líst mjög vel á sam­starfið og 24,2 líst frekar vel á það.

Í hópi þeirra tekju­lægstu eða þeir sem eru með 400 þúsund á mánuði sögðust að­eins 2,3% að þeim líst mjög vel á sam­starfið en þriðjungur eða 33,3% líst mjög illa á nýjan meiri­hluta.