Rússnesk auglýsing sem sýnir Múmínpabba og Línu Langsokk sem strengjabrúður á valdi Bandarísku persónunnar Sáms frænda (Uncle Sam) hefur tekið að birtast á götum Moskvu. Þetta kemur fram á vef finnsk-sænska miðilsins HBL en tíst með mynd af auglýsingunni birtist í gær á samfélagsmiðlinum Twitter.

Yfirskrift auglýsingarinnar er „Ekki vera brúða í höndum annarra“ og dregur þá ályktun að Svíar og Finnar séu undir stjórn Bandaríkjanna í utanríkismálum sínum.

Auglýsingin er framleidd af sama fyrirtæki og fyrir skemmstu sakaði Astrid Lindgren og Ingmar Bergmann um að vera nasistar. En talið er að þær auglýsingar hafi verið búnar til með það í huga að ögra Svíum.

Nú hefur Finlandi þó einnig verið blandað í málið en allt stefnir í að bæði ríkin verði aðildarríki að NATÓ fyrir sumarlok.

Joakim Paasikivi, lautinant og kennari í Varnamálaskóla Stokkhólms telur að með þessu séu Rússar að reyna að draga upp dekkri mynd af Svíum og Finnum en Rússneskur almenningur hefur núna. „Þær eru fyrst og fremst búnar til svo hægt sé að sýna að Svíar séu nasistar,“ sagði Paasikivi „Kalli á þakinu er mjög vinsæl barnabók í Rússlandi. En jafnvel ekki Astrid Lindgren er góð, samkvæmt þeim erum við öll nasistar“ sagði hann.

Ekki er ljóst hversu mörg plaköt eru í dreifingu í Moskvu en fyrri auglýsingarnar sem snéru að Astrid Lindgren og Ingmar Bergman voru aðallega í kringum sendirráð Svía.