Múla­þing var vin­sælasta nafnið í nafna­könnun fyrir sam­einað sveitar­fé­lag Borgar­fjarðar­hrepps, Djúpa­vogs­hrepps, Fljóts­dals­héraðs og Seyðis­fjarðar­kaup­staðar. Nafna­könnunin fór fram í gær sam­hliða for­seta­kosningum.

Í könnuninni gafst í­búum hins sam­einaða sveitar­fé­lags tæki­færi á að velja á milli sex nafna. Val­kostirnir voru Austur­þing, Austur­þing­há, Dreka­byggð, Múla­byggð, Múla­þing og Múla­þing­há.

Helmingur valdi tvö nöfn

Kjós­endur máttu velja tvö nöfn og var þeim gert að auð­kenna fyrsta og annað val sitt. Ef að­eins er litið til fyrsta vals völdu 33 prósent Múla­þing, 28 prósent Dreka­byggð og 18 prósent Austur­þing. Átta prósent völdu Múla­þing­há, Sjö prósent Múla­byggð og tvö prósent Austur­þing­há.

Saman­lögð at­kvæði gáfu sömu niður­stöðu og í fyrra valinu og var því Múla­þing hlut­skarpast og þar á eftir Dreka­byggð og Austur­þing líkt og sjá má í heildarniðurstöðu atkvæða:

  • Múla­þing: 1028
  • Dreka­byggð: 774
  • Austur­þing: 645
  • Múla­þing­há: 332
  • Múla­byggð: 329
  • Austur­þing­há: 131

Einungis helmingur kjós­enda nýtti þann rétt að velja tvö nöfn, aðrir völdu að­eins einn kost. Þá voru 35 auðir seðlar og 37 seðlar ó­gildir. Um 62 prósent þeirra sem voru á kjör­skrá greiddu at­kvæði í könnuninni eða 2.232 af 3.618.