Sveitarstjórn Skaftárhrepps hefur hafnað því að Múlakotsskóli komist í hendur einkaaðila. Ólafur E. Júlíusson óskaði eftir því að lyfta húsinu á þann stall sem því sæmir en sveitarstjórnin segir óeðlilegt að selja þetta merkilega hús til einkaaðila

Skólinn var byggður árið 1909 og var teikningin af skólanum notuð víða á landinu en mjög fá af þeim húsum eru enn í nothæfu ástandi. Sveitarfélagið hefur lagfært húsið og síðast var skipt um glugga í fyrra. Þá hefur húsið fengið styrki frá Húsafriðunarsjóði. „Þykir okkur eðlilegt að sveitarfélagið eigi húsið áfram og að haldið verði áfram að endurbæta það.

Húsið var lagfært að utan og skipt um glugga árið 2019 en mörg verkefni bíða. Það kemur aftur á móti vel til greina að leigja húsið, vilji einhver nýta það til einhvers sem gæti rúmast í húsinu án mikilla breytinga,“ segir í svari sveitarstjórnarinnar við beiðni Ólafs. Lóðaleigusamningur gildir til 2035 en sveitarstjórninni finnst það góð hugmynd að flytja Múlakotsskóla þangað sem hann gæti nýst betur, til dæmis á Kirkjubæjarklaustur.