Múla­kaffi hefur í sam­ráði við Heil­brigðis­eftir­lit Reykja­víkur inn­kallað frá neyt­endum Hjóna­bakka, ný­meti, þorra­bakki. Á­stæða inn­köllunar er að al­gengir of­næmis­valdar, það er egg og sinnep, koma ekki fram í inni­halds­lýsingu og getur neyt­endum sem hafa annað hvort of­næmi eða óþol fyrir eggjum eða sinnepi stafað hætta af vörunni.

Við­skipta­vinir, sem hafa of­næmi fyrir eggjum og/eða sinnepi eru beðnir um að neyta vörunnar ekki og farga en einnig er hægt að skila henni í þeirri verslun þar sem hún var keypt gegn fullri endur­greiðslu. Tekið er fram í til­kynningu að neyt­endum sem ekki hafa of­næmi fyrir sinnepi eða eggjum er ó­hætt að neyta vörunnar.

Síðasti notkunar­dagur Dag­setning: 17.01.2021 og 23.1.2021

Strika­merki: 5694310450157

Nettó­magn: 800 g

Geymslu­skil­yrði: Kæli­vara

Fram­leiðandi: Múla­kaffi

Fram­leiðslu­land: Ís­land

Heiti og heimilis­fang fyrir­tækis sem inn­kallar vöru:

Múla­kaffi ehf., Hallar­múla 2, 108 Reykja­vík.

Dreifing:
Verslanir Krónunnar um land allt og Mela­búðin.