Múlakaffi hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað frá neytendum Hjónabakka, nýmeti, þorrabakki. Ástæða innköllunar er að algengir ofnæmisvaldar, það er egg og sinnep, koma ekki fram í innihaldslýsingu og getur neytendum sem hafa annað hvort ofnæmi eða óþol fyrir eggjum eða sinnepi stafað hætta af vörunni.
Viðskiptavinir, sem hafa ofnæmi fyrir eggjum og/eða sinnepi eru beðnir um að neyta vörunnar ekki og farga en einnig er hægt að skila henni í þeirri verslun þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu. Tekið er fram í tilkynningu að neytendum sem ekki hafa ofnæmi fyrir sinnepi eða eggjum er óhætt að neyta vörunnar.
Síðasti notkunardagur Dagsetning: 17.01.2021 og 23.1.2021
Strikamerki: 5694310450157
Nettómagn: 800 g
Geymsluskilyrði: Kælivara
Framleiðandi: Múlakaffi
Framleiðsluland: Ísland
Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru:
Múlakaffi ehf., Hallarmúla 2, 108 Reykjavík.
Dreifing:
Verslanir Krónunnar um land allt og Melabúðin.