Mjólkur­sam­salan (MS) segir margar rang­færslur koma fram í kynningar­blaði sem fylgdi Frétta­blaðinu í dag. Fyrir­tækið gerir al­var­legar at­huga­semdir við við­tal sem þar er við for­stjóra Sam­keppnis­eftir­litsins, Pál Gunnar Páls­son, og velta því fram hvort að stofnunin sé hæf til að fjalla um mál­efni MS þegar for­stjórinn fer í við­tal í slíku blaði á meðan dóms­mál Mjólku á hendur Mjólkur­sam­sölunni er til með­ferðar fyrir dóm­stólum.

MS segir í yfir­lýsingu sem þau sendu á fjölmiðla í kvöld að þeim þyki furðu­legt að for­stjóri Sam­keppnis­eftir­litsins gefi kost á sér í við­tal í kynningar­blað „sem er fjár­magnað af einka­aðila þar sem farið er fram með rang­færslur gagn­vart sam­keppnis­aðila sem Sam­keppnis­eftir­litið á að hafa eftir­lit með“.

MS gerir al­var­legar at­huga­semdir við þessa um­fjöllun og segir hana vekja upp á­leitnar spurningar um hæfi Sam­keppnis­eftir­litsins til að fjalla um mál­efni Mjólkur­sam­sölunnar. Fyrir­tækið segir að rang­færslunum verði svarað á réttum vett­vangi.

Auk Páls er einnig í blaðinu talað við Ólaf M. Magnús­son, fyrr­verandi eig­andi Mjólku og síðar Mjólkur­búsins Kú, Ólaf Stephen­sen, fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­enda, Breka Karls­son, formann Neyt­enda­stofu og fleiri sem starfa í mjólkur­iðnaðinum.

Blaðið er hægt að skoða hér.

Yfir­lýsing MS

Í til­efni af út­gáfu kynningar­blaðs sem fylgdi með Frétta­blaðinu í dag vill Mjólkur­sam­salan ehf. taka eftir­farandi fram: Þann 16. septem­ber sl. fylgdi með Frétta­blaðinu kostað kynningar­blað „Fögnum frelsinu – sam­keppni lifi“. Í nefndu kynningar­blaði koma fram fjöl­margar rang­færslur um Mjólkur­sam­söluna og starf­semi hennar. Þessum rang­færslum verður svarað síðar á réttum vett­vangi. Furðu sætir að for­stjóri Sam­keppnis­eftir­litsins skuli gefa færi á við­tali við sig í slíku kynningar­blaði sem er fjár­magnað af einka­aðila þar sem farið er fram með rang­færslur gagn­vart sam­keppnis­aðila sem Sam­keppnis­eftir­litið á að hafa eftir­lit með. Gera verður al­var­legar at­huga­semdir við þessa um­fjöllun og vekur hún upp á­leitnar spurningar um hæfi Sam­keppnis­eftir­litsins til að fjalla um mál­efni Mjólkur­sam­sölunnar