Tölu­verð um­ræða hefur skapast á sam­fé­lags­miðlum um í­þrótta­kennslu Mennta­skólans í Reykja­vík en slík kennsla hefur verið kynja­skipt árum saman og eru skiptar skoðanir hjá fyrr­verandi og nú­verandi MR-ingum á því fyrir­komu­lagi.

„Ég veit að þetta er kynja­skipt og mér finnst það út í hött,“ segir Sæ­dís Ósk Einars­dóttir, for­maður Hin­segin­fé­lagsins Cata­mitus í MR, en hún er á loka­ári sínu við skólann.

Karl­kyns og kven­kyns nem­endum MR var áður gert að taka mis­munandi próf í í­þróttum og greindu nokkrir fyrrum MR-ingar frá því á Twitter að þegar þeir hefðu verið í skólanum hefðu strákar til að mynda þurft að taka próf í bekk­pressu á meðan stelpurnar tóku próf í dansi. Að sögn Sæ­dísar hefur orðið sú bót að máli að búið er að taka út öll próf í í­þrótta­kennslu við skólann.

„Það er búið að taka út öll próf, þannig það er ekki lengur verið að meta fólk þannig. Það er bara þátt­takan sem gildir og að gera sitt besta og mér finnst æðis­legt að það sé loksins búið að breyta því þannig,“ segir hún.

Leiðin­legt að fá ekki að vera með vinum sínum

Sæ­dís hefur þó sjálf ekki getað mætt í í­þróttir í MR undan­farið vegna meiðsla en hún æfir glímu utan skóla. Hún segist þó hafa orðið vör við nokkurra um­ræðu um galla kynja­skiptingarinnar á meðal sam­nem­enda sinna.

„Margir eiga vini af öðru kyni og finnst geð­veikt leiðin­legt að fá ekki að vera með þeim í í­þróttum. Það skapar líka bara fjöl­breytni að hafa fleiri kyn og alla saman og hóp­efli fyrir bekkina. Ekki vera alltaf að skipta þessu upp af því það þarf ekki. Það er engin á­stæða fyrir því að skipta upp,“ segir Sæ­dís.

Nú skil­greina ekki allir sig innan kynjat­ví­hyggjunnar og við­búið að ein­hverjir MR-ingar gætu verið kyn­segin eða trans. Þurfa þessir nem­endur þá bara að velja hvort þeir vilji fara í í­þróttir með strákum eða stelpum?

„Það er nefni­lega alveg fá­rán­legt að það sé þannig, þetta er bara svipað eins og með bað­her­bergin. Af hverju að vera með sitt­hvort? Við erum bara mann­eskjur, við erum ekki sitt­hvor tegundin. Það er alltaf verið að skipta okkur upp og láta eins og það sé meiri munur á kynjunum en er. Það er munur á kynjum en við erum samt öll í grunninn mann­eskjur, í mis­munandi formi og á mis­munandi getu­stigi.“

Tjarnarskokkið er ein af rótgrónustu hefðum íþróttakennslunnar við MR.
Fréttablaðið/GVA

Hall­æris­legt og gamal­dags

Að sögn Sæ­dísar er gott að verið sé að ræða þessa hluti en henni finnst þó enn margt vera á­bóta­vant við í­þrótta­kennsluna í MR, svo sem mis­munandi kröfur og mis­munandi kennarar á milli kynja.

„Það eru mis­munandi við­mið fyrir kynin, mér finnst að það eigi ekki einu sinni að vera við­mið. Svo er alltaf birtur listi yfir hvaða strákar eru fljótastir í að hlaupa Tjarnar­hringinn og svo annar listi yfir hvaða stelpur hlupu hraðast. Þessir listar eru svo hall­æris­legir og gamal­dags,“ segir Sæ­dís og vísar þar til einnar rót­grónustu hefðar í­þrótta­kennslunnar við MR sem felst í því að nem­endur eru látnir hlaupa hringinn í kringum Tjörnina.

Þá segir Sæ­dís einnig vanta meiri fjöl­breytni í í­þrótta­kennsluna al­mennt, enda hafi ekki allir á­huga á bolta­leikjum og hóp­í­þróttum. „Það er gaman að geta haft smá fjöl­breytni í þessu svo allir geti fundið sér eitt­hvað við hæfi,“ segir hún að lokum.