Tvær konur hafa ásakað leikarann Chris Noth um nauðgun. Hann er þekktastur fyrir að túlka Mr. Big í þáttaröðinni Beðmál í borginni, eða Sex and the City.

Áratugur er á milli atvikanna. Noth vísar ásökununum á bug og segir konurnar hafa samþykkt að stunda með honum kynlíf.

Konurnar höfðu samband viðHollywood Reporter og greindu frá atvikunum í kjölfar útgáfu And Just Like That, nýju seríu Beðmáls í borginni . Þær sögðu þáttaröðina hafa vakið upp gamlar minningar

Varað er við grófum lýsingum á kynferðisofbeldi í fréttinni.

Neitar allri sök

Noth á að hafa boðið konunum með sér á afvikin stað þar sem hann á að hafa nýtt sér stöðu sína og brotið á þeim.

Í yfirlýsingu sem Hollywood Reporter birti, neitar hann ásökununum og segir að sögurnar hefðu getað verið frá því síðan fyrir þrjátíu árum eða þrjátíu dögum

Hann segir konurnar hafa gefið samþykki fyrir kynlífi. „Nei þýðir alltaf nei - það er lína sem ég steig aldrei yfir,“ er haft eftir Noth í yfirlýsingunni.

Chris Noth eða Mr. Big
Mynd/Skjáskot

Grófar lýsingar á ofbeldinu

Konurnar, sem koma ekki fram undir nafni en eru í yfirlýsingunni kallaðar Zoe og Lily, voru báðar um tvítugt þegar þær kynntust leikaranum.

Zoe segir frá meintri árás frá árinu 2004 þegar Noth á að hafa platað hana með sér í íbúðina hans, þar sem hann vildi sýna henni bók sem hann var að lesa.

Þegar upp var komið byrjaði hann að kyssa hana, klæddi hana úr sundbuxunum og nauðgaði henni aftan frá, á meðan hann þrýsti henni upp að spegli.

„Þetta var mjög sársaukafullt og ég öskraði: Hættu!, segir Zoe, sem hann gerði ekki. Ég sagði: Geturðu að minnsta kosti notað smokk? og hann hló að mér.“

Zoe tók eftir því að það var blóð á skyrtunni hennar eftir nauðgunina og hvatti vinkona hennar hana að leita sér læknisaðstoðar, sem hún gerði.

Atvikið var hvorki tilkynnt til lögreglu, né hver hafi brotið á henni af ótta við að henni yrði refsað í vinnunni og jafnvel ekki trúað. Zoe yfirgaf því sjúkrahúsið með upplýsingabækling og lyf.

Hollywood Reporter reyndu að fá staðfestingu um heimsókn Zoe á sjúkrahúsinu, en fengu þau svör að gögn væru ekki geymd þetta langt aftur í tímann.

Svipuð saga með áratuga millibili

Lily vann sem þjónn á VIP svæði næturklúbbsins No.8 í New York árið 2015 þegar hún hitti Noth. Hún var 25 ára og hann sextugur.

Hún var mikill aðdáandi hans eftir leik hans lék í Law & Order, og ekki síður í Beðmálum í borginni.

„Ég var með stjörnur í augunum yfir honum,“ segir Lily í samtali við Hollywood Reporter. „Hann daðraði við mig og fékk númerið mitt, og bauð mér út að borða á flottum veitingastað kenndum við fyrrnefndar þáttaraðir.“

Þegar Lily kom fyrir utan veitingastaðinn, sagði hann eldhúsið lokað, svo þau fengu sér vín á barnum í staðinn.

„Ég hélt hann hafi verið að bjóða mér út til að kynnast mér og ræða framtíðar starfsmöguleika, þar sem ég var í blaðamennsku á þessum tíma,“ segir hún.

Þegar leið á kvöldið var Lily orðin vel drukkin og Noth bauð henni að koma sér í búðina hans sem var skammt frá.

„Ég hugsaði: Við ætlum að fá okkur viskí og tala um leiklistarferil hans,“ segir Lily, þar sem hann átti stórt safn af viskí flöskum.

Þá lýsir hún íbúðinni hans sem ótrúlegum stað þar sem hann átti margar bækur um list og tísku. Henni datt ekki í hug að hann myndi reyna að sofa hjá henni.

Noth byrjaði að reyna að kyssa hana, og það næsta sem hún vissi var að hann dró buxurnar niður um sig og stakk getnaðarlimnum í munninn á henni.

Lily nefndi við hann að hann væri giftur, með börn. Hann svarað: „Hjónaband er sýndarmennska. Einkvæni er ekki raunverulegt,“

Það næsta sem hún vissi var hann að nauðga henni aftan frá í stól fyrir fram spegil.

„Ég bara grét. Ég fór á klósettið og fór í pilsið mitt. Mér leið hræðilega. Algjörlega brotin," rifjar hún upp.

Chris Noth og fyrrverandi eiginkona hans, Tara Wilson.
Mynd/Skjáskot