Ferða­mála­stofa hefur gert at­huga­semdir við við ein­staka þætti öryggis­á­ætlunar ferða­þjónustu­fyrir­tækisins Mounta­ineers og hefur þeim verið veittur mánaðar­frestur til úr­bóta.

Ferða­mála­stofa gaf út til­kynningu um at­huga­semdirnar og í henni segir að í kjöl­far frétta af far­þegum ferða­þjónustu­fyrir­tækisins sem lentu í hrakningum í vél­sleða­ferð þann 7. janúar síðast liðinn þar sem hundruð björgunar­sveitar­manna tóku þátt í að bjarga 39 ferða­mönnum við rætur Lang­jökuls hafi Ferða­mála­stofa óskað eftir gildandi öryggis­á­ætlun fyrir­tækisins og skýringum á til­urð at­viksins.

Einstaka þættir mega vera ítarlegri og skýrari

Sam­kvæmt 11. Gr. Laga um Ferða­mála­stofu nr. 96/218 er það hlut­verk Ferða­mála­stofu að hafa eftir­lit með því að öryggis­á­ætlanir séu til staðar og séu upp­færðar eins og þörf er á. Þá eigi hver sá sem fram­kvæmir skipu­lagðar ferðir innan ís­lensks yfir­ráða­svæðis að bera á­byrgð á því að út­búa skrif­lega öryggis­á­ætlun fyrir hverja tegund ferðar sem skal inni­halda á­hættu­mat, verk­lags­reglur, við­bragðs­á­ætlun og at­vika­skýrslu.

Í mati Ferða­mála­stofu á öryggis­á­ætlum Mounta­ineers kemur fram að eftir­lit og skoðun hafi fyrst og fremst beinst að öryggis­á­ætlun vél­sleða­ferðarinnar. Ferða­mála­stofa segir hana hafa inni­haldið þá þætti sem gerður er á­skilnaður um í lögum og að hún upp­fylli ví form­skil­yrðið. Þá skoðaði Ferða­mála­stofa einnig at­riði sem vaða öryggis­á­ætlanir al­mennt og gerði þar at­huga­semdir við ein­staka þætti og sagði þá mega vera ítar­legri og skýrari. Meðal þess sem gert var at­huga­semd við voru öryggis­þættir varðandi veður­far og – skil­yrði, kynningu á öryggis­reglum og – þáttum til far­þegar og starfs­manna, leiðar­val og ytri að­stæður.