Nokkur fjöldi fólks safnaðist saman á Austur­velli til að mót­mæla sótt­varnaað­gerðum í dag. Mót­mælin voru skipu­lögð af Sam­tökunum frelsi og á­byrgð en þau hafa nú þegar efnt til nokkurra slíkra mót­mæla.

Mót­mælendur gengu niður Laugar­veg með mót­mæla­spjöld og spiluðu tón­list. Ræðu­menn voru Martha Ernst­dóttir hlaupari og Ágústa Eva Er­lends­dóttir leik­kona.

Nokkrir tugir manns hlusta á ræðu Ágústu Evu.
Fréttablaðið/Urður Ýrr

Yfir­skrift mót­mælanna var „Veljum heil­brigt sam­fé­lag og frelsi“ og „Fyrir okkur öll – til verndar mann­réttindum.“

Mót­mælin voru einnig skipu­lögð í sam­starfi við sam­tökin Worldwi­de Demonstration sem hefur gagn­rýnt harð­lega sótt­varna­að­gerðum og bólu­setningum.

Ágústa sagði meðal annars í ræðu sinni að frelsi og sjálf­stæði Ís­lendinga væri ógnað og bar mót­mælin saman við bús­á­halda­byltinguna árið 2008. Þá setti hún einnig spurningar­merki við gagn­semi bólu­efna.

Á skiltum var mikil áhersla lögð á réttinn til að velja hvort einstaklingur fari í bólusetningar en bólusetningar eru valkvæðar á Íslandi, bæði fyrir fullorðna og börn.

Eftir ræðurnar voru skiltin lögð upp við Alþingi.
Fréttablaðið/Urður Ýrr