Lofts­lags­verkall fór fram á Austur­velli í dag fimm­tugasta og annan föstu­daginn í röð. Dag­skráin var með frá­brugðnu sniði í til­efni af­mælis­verk­fallsins og var árinu gefin góð skil með lofts­lags­göngu, ræðu­höldum og af­mælis­söng.

Að sögn Gunn­hildar Fríðu Hall­gríms­dóttur, einum af skipu­leggj­endum verk­fallsins, gekk dagurinn vonum framar. „Það gekk rosa­lega vel, það var mikil orka í loftinu og allir fögnuðu því hvað við höfum verið dug­leg síðustu 12 mánuði.“

Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir, meðlimur skipulagsstjórnar Fridays for the future, mætti á afmælisverkfall í dag.

Miklu að fagna

Farið var yfir já­kvæð á­hrif hreyfingarinnar og ljóst var að eld­móður bjó í brjósti við­staddra. „Þessi verk­föll eru náttúru­lega búin að breyta sam­fé­lags­um­ræðunni á Ís­landi og stuðla að mikilli vitundar­vakningu.“

Á við­burðinn var sunginn af­mælis­söngur í til­efni dagsins og tóku hinir ýmsu ræðu­menn til máls. „Það var léttara yfir fólki heldur en vana­lega, enda miklu að fagna.“

40 föstu­dagar í mót­mæli

Gunn­hildur segir al­menning á Ís­landi sí­fellt verða fróðari um lofts­lags­vánna og að þau sem mæta á Föstu­daga fyrir fram­tíðina séu dug­lega að koma aftur.

Sjálf hefur Gunn­hildur alls mætt á um fjöru­tíu af þeim 52 lofts­slags­verk­föll sem hafa verið haldin til þessa. „Ég mæti alltaf þegar ég get.“ Það geti þó verið strembið þar sem Gunn­hildur er bú­sett í Hvera­gerði. „Ég stunda samt nám í Reykja­vík svo alltaf þegar ég er í bænum þá mæti ég á Austur­völl.“

Afmælissöngurinn var sunginn dátt á Austurvelli.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Mót­mælt fyrir daufum eyrum

Þrátt fyrir að lofts­lags­mál séu ofar­lega á baugi í sam­fé­laginu virðast stjórn­völd vera svifa­sein hvað varðar við­brögð og að­gerðir. „Við höfum tekið eftir því að hægt væri að gera mun meira ef viljinn væri fyrir hendi en stjórn­völd bera sí­fellt lé­legar af­sakanir fyrir sig til að tefja ferlið.“

Ís­land er með lægstu kol­efnis­skatta í Evrópu og mengar einna mest af vestur­löndunum miðað við höfða­tölu. „Samt er Ís­land á­fram markaðs­sett sem sjálf­bær rétt­lætis para­dísar­eyja al­mennings, sem stenst engin rök.“

Lofts­lag­verk­föllin eru því hvergi nærri hætt og býst Gunn­hildur fast­lega við því að mæta aftur á Austur­völl næsta föstu­dag. „Ég geri ráð fyrir að þetta verði ekki okkar síðasta af­mæli.“