Eins og fram kom í fréttum í gær keypti veitingamaðurinn Tómas Þóroddsson Messann í Lækjargötu og voru dyr staðarins opnaðar gestum að nýju klukkan 11:30 í gær.

Þegar staðurinn var opnaður um kvöld­mat­ar­leytið í kvöld höfðu á ann­an tug mót­mæl­enda komið sam­an fyr­ir utan staðinn. Staðurinn þurfti að loka vegna mótmælanna og var eng­inn af­greidd­ur í kvöld. Mbl greinir fyrst frá.

Kemur þar fram að mótmælendur hafi verið að mótmæla slæmri meðferð fyrri eiganda staðarins sem sakaður hefur verið um að greiða laun und­ir kjara­samn­ingi.

Fyrrum starfsfólk Messans lýsti yfir erfiðum aðstæðum í viðtali við Stundina í maí. Starfsfólkið hafði þá aðeins fengið útborgað hluta af launum sínum frá því í mars.

Ekki náðist í Tómas Þóroddsen, eiganda Messans við gerð fréttarinnar en í samtali við mbl.is sagðist hann hafi skiln­ing á reiði fólks­ins en vildi óska þess að hún beind­ist í rétta átt. Þá seg­ir hann að mót­mæl­in hljóti að koma til með að skaða orðspor staðar­ins, sem sér þyki miður enda sé hann með flekk­laus­an fer­il í rekstri. Tómas á og rekur staðina Kaffi Krús og Vor á Selfossi