Í kvöld fór fram „Friðar­ganga til verndar börnum“ á Austur­velli fyrir framan Al­þingis­húsið og kom fólkið saman vegna á­hyggja sinna af á­hrifum bólu­setningar gegn Co­vid-19 á börn og barns­hafandi konur.

Hópurinn, sem taldi um hundrað manns, kom saman við Stjórnar­ráðið klukkan 17 og gekk þaðan á Austur­völl. Fólkið kveikti kerta­ljós og bar kyndla „fyrir börnin okkar“ eins og það er orðað í við­burðar­til­kynningu á Face­book.

Þar segir að mark­miðið sé að í­huga hvaða læknis­fræði­legu rök séu fyrir því að heil­brigð börn séu bólu­sett gegn Co­vid-19 eða barns­hafandi konur.

„ Hvers vegna má barnið mitt, sem má hvorki ráða sínum úti­vistar­tíma, kaupa orku­drykki eða fá húð­flúr, sjálft taka ó­aftur­kræfa á­kvörðun um þátt­töku í lyfa­til­raun, sem hugsan­lega mun hafa skað­leg á­hrif á heilsu þess í lengd og bráð?“ er spurt í við­burðar­lýsingunni á Face­book.

„Við erum bara hópur fólks sem er um­hugað um börn sem á að sprauta sem til­rauna­lyfi gegn Co­vid-19,“ sagði kona sem tók þátt í mót­mælunum og vildi ekki láta nafn síns getið. „Við erum ekki á móti hefð­bundnum bólu­setningum heldur til­rauna­bólu­setningum.“

Mynd/Facebook