Opin­berir fjár­­styrkir á elds­neyti voru lækkaðir í Íran á föstu­­daginn sem leiddi til þess að verð á elds­neyti jókst um fimm­tíu prósent en þetta kemur fram í frétt BBC um málið. Mót­­mælt er nú víða í Íran og hafa tveir aðilar látist og fjöl­margir slasast vegna þeirra.

Fjöl­­mörg mynd­bönd hafa nú verið birt af mót­­mælum í borgum Íran, meðal annars í höfuð­­borginni Tehran, en þeir sem létust voru frá Sirjan og Behba­han. í Sirjan höfðu mót­­mælendur ráðist á vöru­hús þar sem elds­neyti var geymt og reynt að kveikja í því. Þá hafa öku­­menn víða stöðvað um­­­ferð með því að yfir­­­gefa bíla sína á götunum.

Ökumenn hafa víða stöðvað umferð með því að skilja bíla sína eftir á götunum.
Fréttablaðið/Getty

Átján millján fjölskyldur fái aukin fjárstyrk

Fyrir hækkunina gátu öku­­menn keypt tvö hundruð og fimm­tíu lítra af bensíni í hverjum mánuði á tíu þúsund írönsk ríal, eða tæp­­lega þrjá­tíu ís­­lenskar krónur. Nú geta öku­­menn einungis keypt sex­­tíu lítra af bensíni og er lítrinn á fimm­tán þúsund írönsk ríal sem sam­svarar um 44 ís­­lenskum króna. Fyrir hvern lítra sem fer fram yfir markið þarf að greiða þrjá­tíu þúsund írönsk ríal eða um 88 ís­­lenskar krónur.

Þrátt fyrir hækkunina er Íran meðal þeirra landa sem er með lægsta elds­neytis­verðið vegna fjár­­styrkja og falli íranska ríalsins. Að sögn yfir­­valda var á­­kvörðunin tekin til að auka fram­lög til fá­tækra en efna­hagur Írans hefur átt við mikla erfið­­leika að stríða frá árinu 2015 þegar Banda­­ríkin drógu kjarn­orku­­samning við landið til baka.

Talið er að hækkunin muni gera það að verkum að þrjú hundruð trilljónir íranskra ríala á hverju ári, eða um 880 milljarða ís­­lenskra króna, og muni því um á­tján milljón fjöl­­skyldur í Íran fá aukin fjár­­styrk vegna breytingarinnar.