Fréttir

Mótmælir ekki SMS-um borgarinnar til ungra kjósenda

Persónuvernd setur sig ekki upp á móti SMS-sendingum á vegum Reykjavíkurborgar þar sem ungt fólk er hvatt til að kjósa. Eyþór Arnalds segir bagalegt hversu dræm kosningaþátttaka ungs fólks hefur verið og segir kosningarnar skipta ungt fólk miklu máli.

Eyþór er oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Fréttablaðið/Anton Brink

Eyþór Arnalds, oddviti og borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg, segir það synd hvernig dregið hafi úr kosningaþátttöku ungs fólks á umliðnum árum. Hann setur sig ekki upp á móti því að Reykjavíkurborg sendi hópskilaboð á unga kjósendur á kjördag með það fyrir augum að hvetja þennan hóp til að taka þátt í kosningunum.

RÚV greindi frá því í gær að Reykjavíkurborg myndi að óbreyttu senda SMS á unga kjósendur. Vitnað var til svars Persónuverndar til borgarinnar þar sem segir að slíkar skilaboðasendingar flokkist ekki sem markaðssetning í skilningi laga. Borgin sótti um undanþágu til Póst- og fjarskiptastofnunar frá banni við óumbeðnum fjarskiptum og tók fram að Háskóli Íslands myndi samhliða vinna rannsókn á kosningahegðun. Stofnunin vísaði á Persónuvernd, sem fjallar um notkun persónuupplýsinga í rannsóknarskyni.

Í svarinu, samkvæmt frétt RÚV, kemur fram að Persónuvernd líti ekki á hvatningu til fólks um að það kjósi sem markaðssetningu þar sem ekki sé verið að afla fylgis við tilteknar stjórnmálahreyfingar, menn eða málefni. Því er útlit fyrir að borgin muni senda skilaboðin, en í sveitarstjórnarkosningunum 2014 var kosningaþátttaka ungs fólks vel innan við helmingur.

Eyþór hefur fundið að því að Reykjavíkurborg sendi ibúum SMS-skilaboð um hreinsun gatna í hverfum Reykjavíkur. „Borgin er augljóslega notuð sem áróðurstæki í kosningabaráttu Samfylkingarinnar. Nú til þess að auglýsa um hreinsun gatna, merkilegt nokk, sem hefur heldur betur vantað upp á síðustu árin,“ sagði hann við Eyjuna.

Spurður um SMS-sendingar borginnar í þeim tilgangi að hvetja ungt fólk til að kjósa segist Eyþór ekki hafa skoðað það mál sjálfur en hann viti að það hafi verið rætt á vettvangi borgarinnar. Það angrar hann ekki. „Ég vil endilega hvetja ungt fólk til að kjósa.,“ segir hann.

Eyþór segir að það skipti ungt fólk miklu máli hvernig borginni sé stjórnað. Sífellt fleiri búi til að mynda hjá foreldrum sínum. Hann nefnir að tveir einstaklingar á lista Sjálfstæðisflokksins, lögfræðingar og félagsfræðingur, búi í foreldrahúsum. „Það skiptir mjög miklu máli, þegar húsnæðisverð hefur hækkað um 50 prósent, að breytt sé um kúrs.“ 


Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Skuldagrunnur á teikniborði eftirlitsins

Innlent

Meirihluti Íslendinga óttast afleiðingar loftslagsbreytinga

Innlent

Kostar 1,3 milljarða að lagfæra fyrir nýja ferju

Auglýsing

Nýjast

Segir fyrirferð RÚV líklega ástæðu úttektar

Handtóku tvo katalónska bæjarstjóra

Dómur í Bitcoin-málinu kveðinn upp í dag

500 milljóna endurbætur vegna húsnæðis mathallar

Ósáttir stóðu vörð um stjórn Theresu May

Tæplega 1.600 um­sagnir um sam­göngu­á­ætlun

Auglýsing