Hunda­hald er nú orðið form­lega leyft í Reykja­vík.

Meiri­hlutinn í borgar­stjórn segist í bókun á síðasta fundi fagna stofnun Dýra­þjónustu Reykja­víkur, sem tryggja á aukna dýra­vel­ferð auk þess að bæta, ein­falda og auka skil­virkni þjónustu við dýr og dýra­eig­endur. Með stofnun þjónustunnar séu mál­efni katta flutt frá Mein­dýra­eftir­litinu og Hunda­eftir­litið lagt niður.

„Sam­hliða þessu verður hunda­hald loksins form­lega leyft í Reykja­vík, hunda­gjöld lækkuð um allt að helming þannig að þau verði nú lægst á höfuð­borgar­svæðinu auk þess sem fjár­fest verður í betri og fleiri hunda­gerðum,“ segir í bókun meiri­hlutans.

Eins og Frétta­blaðið fjallaði um í vikunni vonar meiri­hlutinn að hunda­skráningum fjölgi svo kort­leggja megi betur hvar flestir hundar eru. Þannig sé hægt að ein­blína á betri hunda­gerði. Talið er að gælu­dýr séu á 40 prósentum heimila í Reykja­vík.

Kol­brún Baldurs­dóttir, borgar­full­trúi Flokks fólksins,

Kol­brún Baldurs­dóttir, borgar­full­trúi Flokks fólksins, segir tíma­skekkju að sveitar­fé­lag haldi skrá yfir hunda og eig­endur þeirra.

„Hunda­eig­endur standa einir undir öllum kostnaði við dýra­eftir­lit í borginni“, segir í bókun Kol­brúnar sem kveður hunda­eftir­lits­gjaldið ekkert annað en refsiskatt sem lýsi for­dómum. Mál, þar sem hafa þarf af­skipti af hundum, séu sára­fá og kvörtunum hafi fækkað mikið. Engu að síður hafi starfs­gildum við hunda­eftir­lit ekki fækkað.

„Mót­mælt er al­farið hunda­eftir­lits­gjaldinu,“ segir Kol­brún.