Íraskir mót­mælendur flykktust út á götur Bag­hdad í dag og kröfðust þess að Banda­ríkja­her yfir­gefi landið. Mót­mælendur voru með íraska fána og spjöld með slag­orðum gegn veru hersins í landinu.

Donald Trump tali ekki niður til Íraka

Sjíta-klerkurinn Moqtada al-Sadr hafði biðlað til almennings að taka þátt í mót­mæla­göngu nálægt banda­ríska sendi­ráðinu í dag. Ræða frá al-Sadr var lesin á mót­mælunum en hann var sjálfur ekki við­staddur.

Í ræðunni fór hann fram á að er­lendur her­afli færi frá Írak, stjórn­völd felli úr gildi varnar­samninginn við Banda­ríkin og loka loft­helgi landsins fyrir banda­rískum her­vélum. Þá fór hann einnig fram á að Donald Trump sýni auð­mýkt í sam­skiptum við íraska em­bættis­menn.

Óttast er að mót­mælin í dag geti skyggt á mót­mæli sem hafa staðið yfir undan­farna mánuði þar sem fólk hefur krafist bættra stjórnar­hátta í Írak.

Síðan í októ­ber hefur fólk í Bag­hdad og suður­hluta landsins krafist bættra stjórnar­hátta og að boðað verði til kosninga. Hafa ung­menni verið sér­stak­lega á­berandi í þeim mót­mælum og er óttast að mót­mælin gegn Banda­ríkja­her nú komi til með að skyggja á þær kröfur.

Þingið fór fram á að herinn fari

Mikil and­staða hefur verið við veru Banda­ríkja­manna í Írak eftir dróna­á­rásina sem íranski hers­höfðinginn Qassem Suleimani féll í. Meðal annars sam­þykkti íraska þingið á­lyktun þar sem þess var krafist að banda­ríski herinn yfir­gefi landið og þá hefur for­seti landsins farið fram á það við Mike Pompeo, utan­ríkis­ráð­herra Bandar­kjanna, að út­búa á­ætlun um hvernig Banda­ríkin hyggist draga her­afla sinn til baka.

Um það bil fimm þúsund her­menn eru enn í landinu en þeim er ætlað að berjast gegn í­tökum Íslamska ríkisins í Írak.