Hörð mót­mæli hafa geisað víða um Evrópu undan­farna daga gegn sam­komu­tak­mörkunum og sótt­varna­að­gerðum vegna Co­vid-19. Um helgina kom til á­taka milli mót­mælenda og lög­reglu í Hollandi. Lög­regla í Rotter­dam skaut á mót­mælendur að­fara­nótt laugar­dags en sjö særðust í mót­mælunum.

Fjórða bylgja Co­vid herjar nú á mörg lönd Evrópu og er Ís­land þar ekki undan­skilið. Í Austur­ríki hefur verið sett á út­öngu­bann og gripið til harðra að­gerða í fjöl­mörgum löndum til að freista þess að stemma stigu við vöxti far­aldursins.

Mót­mælendur eru afar ó­sáttir við hertar sam­komu­tak­markanir og á­ætlanir stjórn­valda um tak­markanir á óbólu­settum. Hollenski for­sætis­ráð­herrann Mark Rutte virðist kominn með nóg af á­standinu.

Mark Rutte er ó­myrkur í máli í garð mót­mælenda.
Fréttablaðið/EPA

„Ég mun aldrei sætta mig við að hálf­vitar beiti hreinu of­beldi gegn fólki...sem vill tryggja öryggi í landinu,“ segir hann í hollenskum fjöl­miðlum. Hann segir þetta vera „of­beldi undir yfir­skini mót­mæla.“
Hann segist þó hafa fullan skilning á því að þegnar sínir séu orðnir lang­þreyttir á á­standinu.

„Ég átta mig á því að það er mikil spenna í þjóð­fé­laginu því við höfum glímt við ömur­legt á­stand vegna kórónu­veirunnar svo lengi,“ segir Rutte. Mót­mælin væru þó eitt­hvað allt annað, „of­beldis­s­vall sem beinist gegn lög­reglunni okkar, gegn slökkvi­liðinu okkar, gegn sjúkra­flutninga­mönnum.“

Mót­mælt var einnig í Brussel í Belgíu um helgina. „Að geta ekki unnið þar sem þú vilt vinna, að vera þar sem þú vilt vera. Það er ekki það sem við stöndum fyrir, það er ekki frelsi. Við lifum í Vestur-Evrópu og við viljum bara vera frjáls, hvernig þetta var áður“, sagði E­veline Dena­yer sem tók þátt í mót­mælum í borginni í gær. Þar voru um 35 þúsund manns og fór svo að ó­eirða­lög­regla beitti tára­gasi og há­þrýsti­dælum gegn mann­fjöldanum.

„Okkar mark­mið í dag er að berjast gegn veirunni. Vin­sam­legast, ekki láta lítinn hóp sem breyta myndi þessu í bar­áttu okkar á milli espa okkur upp“, sagði belgíski for­sætis­ráð­herrann Alexander De Croo í gær.

Í Grikk­landi, þar sem tíðni dauðs­falla er um tvö­falt meiri en meðal­talið í Evrópu­sam­bandinu eru óbólu­settum nú bannað að sækja öll al­manna­rými innan­dyra, til að mynda bari, veitinga­staði, kvik­mynda­hús og söfn. Bólu­setningar­hlut­fall er mjög lágt þar í saman­burði við önnur ríki ESB og hefur um fjórðungur full­orðinna enn ekki fengið fulla bólu­setningu. Nýting gjör­gæslu­rýma þar er nú um 90 prósent.

Frá mót­mælum í Rotter­dam á laugar­dag.
Fréttablaðið/EPA