Stuðningsmönnum Donalds Trump Bandaríkjaforseta tókst að komast inn í bandaríska þinghúsið nú í kvöld, en þar fór fram fundur þar sem staðfesta átti kjör Joe Bidens í embætti Bandaríkjaforseta. Nýjustu fréttir af málinu má lesa í uppfærslum hér að neðan.
Trump hélt ræðu fyrir stuðningsmenn sína í Washington D.C. áður en fundurinn í þinginu hófst, en í ræðunni sagðist Trump ekki ætla að játa sig sigraðan í kosningunum. Að ræðu lokinni héldu stuðningsmenn hans í átt að þinghúsinu þar sem þeir freistuðu þess að brjóta sér leið í gegnum girðingar sem lögregla hafði komið upp. Það tókst að lokum.
Hlé var gert á fundinum og var Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, til að mynda fluttur í burtu af öryggisástæðum.
Svo virðist vera sem margir stuðningsmenn Trumps séu reiðir og sárir út í Mike Pence varaforseta sem hafnaði beiðni Trumps um að staðfesta ekki úrslit kosninganna. Hafa mótmælendur hrópað fyrir utan þinghúsið að Pence sé svikari. Donald Trump gerði lítið til að róa þær gagnrýnisraddir þegar hann sagði á Twitter í kvöld að Pence hafi skort hugrekki til að gera það sem hann hefði átt að gera. Nokkrum mínútum síðar birti hann aðra færslu þar sem hann hvatti fólk til að sýna stillingu.
Frétt uppfærð kl. 00.30
Staðfestingarferli þingsins verður nú fram haldið nokkrum klukkustundum eftir að þingmenn þurftu að leita skjóls vegna innrásar í þingsalinn. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hefur verið í samskiptum við alla helstu forsvarsmenn varnarmála, hersins og varnarmála vegna árásarinnar og hefur frumkvæði Pence ýtt undir vangaveltur um hvort Trump sé ekki lengur við stjórnvölinn í raun og veru. Samskiptamiðillinn Twitter hefur lokað aðgangi forsetans tímabundið og hótað að loka á hann varanlega. Fréttamenn í Hvíta húsinu segja forsetann einangraðan og háttsettir starfsmenn í Hvíta húsinu sagðir uggandi vegna stöðunnar. Stephanie Grisham, starfsmannastjóri Melaniu Trump forsetafrúar, sagði starfi sínu upp í kvöld og hefur uppsögn hennar verið samþykkt.
Frétt uppfærð kl. 23:00
Útgöngubann er nú komið í gildi í Washington en þrátt fyrir það eru enn trúlega enn nokkur þúsund manns skammt frá þinghúsinu. Óvíst er hvað gerist nú þegar útgöngubann er komið í gildi. Miðað við beina sjónvarpsútsendingu CNN fer allt friðsamlega fram á þessari stundu að minnsta kosti.
Frétt uppfærð kl. 22:55
Kona sem skotin var í bringuna fyrir utan þinghúsið í Washington í kvöld er látin, að því er fram kemur í frétt NBC. Rannsókn á málinu stendur yfir, að sögn lögreglu.
Frétt uppfærð kl. 22:46
Að sögn lögreglu er þinghúsið „nú öruggt“ sem þýðir væntanlega að búið sé að koma öllum óeirðarseggjunum frá og í örugga fjarlægð frá húsinu. Til stóð að staðfesta kjör Joe Bidens í embætti forseta þegar þeir brutu sér leið inn í bygginguna. CNN greinir frá því að þingmenn ætli sér að ljúka málinu í kvöld og halda áfram þrátt fyrir óeirðirnar.

Frétt uppfærð kl. 22:41
Lögreglumenn eru farnir að leggja aukinn þunga í að koma fólki af vettvangi. Hefur lögreglan beitt táragasi og leiftursprengjum (e. flashbang) gegn óeirðarseggjum á vettvangi.
Það vakti athygli fyrr í kvöld þegar greint var frá því að varnarmálaráðuneytið hefði neitað að senda þjóðvarðliðið á vettvang til að stilla til friðar. New York Times greinir frá því að Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hafi heimilað að senda liðið á vettvang en ekki Donald Trump.
Frétt uppfærð kl. 22:31
Lögregla vinnur enn að því að koma mótmælendum frá þinghúsinu nú þegar innan við hálftími er þar til útgöngubann skellur á. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fengið yfir sig holskeflu af gagnrýni. Ihlan Omar, þingkona Demókrata, segist þegar vera byrjuð að skrifa upp kæru gegn Trump til embættismissis vegna málsins.
Tom Bossert, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, segir berum orðum að Trump beri „ábyrgð á þessu umsátri“ um bandaríska þingið. Bossert sagði upp starfi sínu árið 2018.
I am drawing up Articles of Impeachment.
— Ilhan Omar (@IlhanMN) January 6, 2021
Donald J. Trump should be impeached by the House of Representatives & removed from office by the United States Senate.
We can’t allow him to remain in office, it’s a matter of preserving our Republic and we need to fulfill our oath.
Frétt uppfærð kl. 22:09
Lögreglumenn við þinghúsið vinna nú að því að koma fólki af svæðinu. Það styttist í að útgöngubann taki gildi, en það á að gerast klukkan 18 að staðartíma, eða 23 að íslenskum tíma. Það á að gilda í tólf klukkustundir. Enn er þó fjöldi fólks við þinghúsið. Einhverjir hafa verið handteknir en enn liggur ekki fyrir hversu margir þeir eru. Eins og greint var frá fyrr í kvöld hafa nokkrir lögregluþjónar verið fluttir á sjúkrahús vegna meiðsla.

Frétt uppfærð kl. 22:03
CNN greinir frá því að stuðningsmótmæli hafi sprottið upp víða um Bandaríkin í kvöld. Þannig hafa stuðningsmenn Donalds Trump safnast saman við þinghúsin í Atlanta, Denver, Salem og Topeka. Þessi mótmæli hafa þó öll farið friðsamlega fram eftir því sem næst verður komist.
Frétt uppfærð kl. 21:49
Hér að neðan má sjá viðbrögð á Twitter, meðal annars frá þjóðarleiðtogum og embættismönnum víða um heim.
Shocking scenes in Washington, D.C. The outcome of this democratic election must be respected.
— Jens Stoltenberg (@jensstoltenberg) January 6, 2021
Deeply concerning scenes from the US Capitol tonight. Democratic votes must be respected. We are certain the US will ensure that the rules of democracy are protected.
— David Sassoli (@EP_President) January 6, 2021
I am following with concern the news that are coming from Capitol Hill in Washington. I trust in the strength of America's democracy.
— Pedro Sánchez (@sanchezcastejon) January 6, 2021
The new Presidency of @JoeBiden will overcome this time of tension, uniting the American people.
Unbelievable scenes from Washington D.C. This is a totally unacceptable attack on democracy. A heavy responsibility now rests on President Trump to put a stop to this.
— Erna Solberg (@erna_solberg) January 6, 2021
The scenes from the Capitol are utterly horrifying. Solidarity with those in 🇺🇸 on the side of democracy and the peaceful and constitutional transfer of power. Shame on those who have incited this attack on democracy.
— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) January 6, 2021
Frétt uppfærð kl. 21:43
Engir Íslendingar sem eru búsettir og starfandi í Washington D.C. eru í hættu. Utanríkisráðuneytið staðfestir að langflestir, ef ekki allir Íslendingar i í Washington D.C., hafi verið að vinna heima vegna samkomutakmarkanna í faraldrinum. Enginn Íslendingur hefur leitað til sendiráðsins vegna mótmælanna.
Frétt uppfærð kl. 21:36
New York Times greinir frá því að sprengja hafi fundist í höfuðstöðvum landsnefndar Repúblikanaflokksins í Washington D.C. í kvöld. Þá voru höfuðstöðvar landsnefndar Demókrataflokksins rýmdar eftir að grunsamlegur pakki fannst þar.
Um var að ræða rörasprengju sem fannst í höfuðstöðvum landsnefndar Repúblikanaflokksins og var sprengjunni eytt af sprengjusérfræðingum. Báðar byggingar eru steinsnar frá bandaríska þinginu þar sem mótmælendur komu saman í kvöld.
Frétt uppfærð kl. 21:21
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur birt einskonar sjónvarpsávarp á Twitter-síðu sinni. Þar sagðist hann skilja gremju mótmælenda enda hefði kosningunum verið „stolið". Hann hvatti mótmælendur samt til að fara heim og nú væri nóg komið.
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 6, 2021
Frétt uppfærð kl. 21:16
„Trump, step up,“ sagði Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, í ávarpi rétt í þessu. Þar sagði hann að atburðirnir við þinghúsið í Washington D.C. í kvöld væru árás á lýðræðið í landinu. Biden sagðist ekki óttast um eigið öryggi eða embættistökuna sem á að fara fram 20. janúar næstkomandi.

Frétt uppfærð kl. 21:13
New York Times hefur tekið saman upplýsingar um önnur atvik sem hafa átt hafa sér stað við þinghúsið. Árið 1983 sprakk sprengja við þinghúsið eftir að bandarísk yfirvöld ákváðu að taka þátt í hernaðaraðgerðum í Líbanon og Grenada. Þá myrti byssumaður tvo lögreglumenn við þinghúsið árið 1998. Árið 2012 handtók lögregla mann sem hafði lagt á ráðin um sprengjuárás við þinghúsið. Svo árið 2013 reyndi kona að aka í gegnum hlið við þinghúsið. Lögreglumenn skutu konuna til bana.
Frétt uppfærð kl. 21:02
Óeirðarlögreglan er komin á vettvang fyrir utan austurhlið þinghússsins. Brian Todd, fréttamaður CNN, segir að minnsta kosti 50 lögreglumenn séu í hópnum og hafa mótmælendur gert hróp og köll að þeim. Eins og kom fram hér að neðan hefur þjóðvarðliðið í D.C. verið kallað út til að styðja við almenna löggæslu á vettvangi.

Frétt uppfærð kl. 20:58
CNN greinir frá því að nokkrir lögregluþjónar hafi verið fluttir á sjúkrahús vegna meiðsla sem þeir hlutu þegar stuðningsmenn Donalds Trump brutu sér leið inn í þinghúsið. Þá hafa Chuck Shumer, leiðtogi Demókrata og öldungadeildinni, og Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, hvatt Donald Trump til að koma með skýra skilaboð um að mótmælendur dragi sig í hlé.
Frétt uppfærð kl. 20:50
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hefur biðlað til fólks um að yfirgefa þingið eigi síðar en strax. Reiði fólks sem nú mótmælir við þinghúsið hefur að nokkru leyti beinst að Pence, enda neitaði hann beiðni Trumps um að staðfesta ekki úrslit forsetakosninganna sem átti að staðfesta á þinginu í kvöld.
The violence and destruction taking place at the US Capitol Must Stop and it Must Stop Now. Anyone involved must respect Law Enforcement officers and immediately leave the building.
— Mike Pence (@Mike_Pence) January 6, 2021
Frétt uppfærð kl. 20:41
CNN greinir frá því að lögregla hafi nú komið þeim mótmælendum sem brutu sér leið inn í öldungadeildina út. Óvíst er hver staðan er í fulltrúadeildinni. Þá eru ráðgjafar Donalds Trumps sagðir hafa hvatt hann til að setja út skýrari skilaboð til mótmælenda en hann þráast við.
Richard Grenell, sem Donald Trump setti yfir leyniþjónustuna tímabundið, í fyrra hefur kallað eftir því að lögregla handtaki þá sem taka þátt í mótmælunum.

Frétt uppfærð kl. 20:32
Samkvæmt nýjustu fregnum hefur þjóðvarðliðið í Virginíu og D.C. verið kallað út vegna ófriðarins í og við þinghúsið í Washington D.C. Ted Cruz, einn áhrifamesti þingmaður Repúblikana, hefur kallað eftir að því að mótmælendur „HÆTTI STRAX". Það sé stjórnarskrárvarinn réttur fólks til að mótmæla friðsamlega en ekki undir neinum kringumstæðum sé réttlætanlegt að beita ofbeldi.
At President @realDonaldTrump’s direction, the National Guard is on the way along with other federal protective services.
— Kayleigh McEnany (@PressSec) January 6, 2021
We reiterate President Trump’s call against violence and to remain peaceful.

Frétt uppfærð kl. 20:27
CNN greinir frá því að kona sé í alvarlegu ástandi eftir að hafa verið skotin í bringuna fyrir utan þinghúsið í kvöld. Tveir heimildarmenn CNN segja frá þessu, en frekari upplýsingar liggja ekki fyrir. Á Twitter birtast myndbönd af mótmælendum vinna skemmdir á þinghúsinu.
Shocking scenes in D.C. show Trump supporters smashing windows and breaking inside the Capitol building, which is on lockdown. The Mayor has announced an emergency curfew. pic.twitter.com/LIc2qMIlqp
— Andy Ngô (@MrAndyNgo) January 6, 2021
Frétt uppfærð kl. 20:19
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tíst öðru sinni þar sem hann hvetur mótmælendur til að halda ró sinni og ekki beita neinu ofbeldi.
I am asking for everyone at the U.S. Capitol to remain peaceful. No violence! Remember, WE are the Party of Law & Order – respect the Law and our great men and women in Blue. Thank you!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 6, 2021
Frétt uppfærð kl. 20:15:
Getty Images birti þessa mynd rétt í þessu. Lögreglumenn í þinghúsinu beina skotvopnum að mótmælendum sem reyndu að komast inn í öldungadeildina.

Frétt uppfærð kl. 20:07
Heimildarmenn bandarískra fjölmiðla fullyrða að varnarmálaráðuneytið hafi neitað að senda þjóðvarðliðið á vettvang til að stilla til friðar.
BREAKING: Protesters are on the Senate floor now: pic.twitter.com/k4Q0ln8pZs
— Frank Thorp V (@frankthorp) January 6, 2021

Frétt uppfærð kl. 20:02
Charles H. Ramsey, fyrrverandi lögreglustjóri í Washington, segir að atburðirnir í kvöld séu eins nálægt valdaráni og hugsast getur. Eins og að greint var frá í síðustu uppfærslu hafa mótmælendur komist inn í öldungadeildina þar sem þeir hafa meðal annars kallað: „Hvar eru þau?“
Frétt uppfærð kl. 19:55
Svo virðist vera sem mótmælendum hafi tekist að brjóta sér leið inn í öldungadeildina. Igor Bobic, blaðamaður Huffington Post, birti mynd af því á Twitter-síðu sinni sem má sjá hér að neðan.
Frétt uppfærð kl. 19:48
Adam Kinzinger, þingmaður Repúblikana, segir að það sem er að gerast núna sé ekkert annað en tilraun til valdaráns. Jim Himes, þingmaður Demókrataflokksins, segir að lögregla hafi beðið þingmenn að setja á sig gasgrímur þar sem táragas hafi verið notað á göngum þingsins.
Frétt uppfærð kl. 19:43
Muriel Bowser, borgarstjóri Washington D.C., tilktynnti á Twitter-síðu sinni rétt í þessu að útgöngubann yrði sett á í borginni frá klukkan 18 tí kvöld til sex í fyrramálið
Fréttin verður uppfærð.
They’re in the chamber. One is up on the dais yelling “Trump won that election!” This is insane pic.twitter.com/p6CXhBDSFT
— Igor Bobic (@igorbobic) January 6, 2021
Mike Pence didn’t have the courage to do what should have been done to protect our Country and our Constitution, giving States a chance to certify a corrected set of facts, not the fraudulent or inaccurate ones which they were asked to previously certify. USA demands the truth!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 6, 2021
Please support our Capitol Police and Law Enforcement. They are truly on the side of our Country. Stay peaceful!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 6, 2021
Protestors have entered the Capitol. pic.twitter.com/dzaDGn5MoC
— Jazmine Ulloa (@jazmineulloa) January 6, 2021
Protesters have breached the Capitol. They’re outside the Senate chamber pic.twitter.com/I021tKliUD
— Igor Bobic (@igorbobic) January 6, 2021
They breached the Capitol pic.twitter.com/tWKxojW2Hr
— Matt Laslo (@MattLaslo) January 6, 2021
You can hear the crowd roaring outside door. Now shattering the glass. Crazy pic.twitter.com/F3BDOuzCzF
— John Bresnahan (@bresreports) January 6, 2021