Heil­brigðis­starfs­fólk í Líbanon segja að 377 hafi slasast í mót­mælum í Beirút í nótt. Einn mót­mælandi missti auga þegar hann varð fyrir gúmmí­kúlu frá lög­reglunni. Nóttinni er lýst sem þeirri of­beldis­fyllstu síðan mót­mæli hófust í landinu í októ­ber. Mótmælendur krefjast þess að ríkisstjórn landsins segi af sér.

Mót­mælendur köstuðu flug­eldum og grjóti í lög­reglu sem svaraði með tára­gasi og skaut gúmmí­kúlum á mót­mælendur.

Stjórn­mála­menn hlusta ekki

„Mót­mælin eru ekki frið­söm lengur því að stjórn­mála­mennirnir hlusta ekki á okkur. Þeir eru að reyna að búa til nýja ríkis­stjórn með eigin mann­skap, eins og ekkert hafi í skorist,“ hefur breska blaðið The Guar­dian eftir einum mót­mælanda.

Mót­mælendur hafa kallað eftir því að hlut­lausir sér­fræðingar verði skipaðir í ríkis­stjórn, en stjórn­mála­kerfi landsins hefur verið skipt upp á milli fylkinga með tengingar við trúar­hópa og er það sagt ýta undir spillingu í landinu.

Þá hefur efna­hagur Líbanon verið í frjálsu falli undan­farið og er talið 160 þúsund störf hafi tapast og tíunda hvert fyrir­tæki lagt upp laupana. Einnig hafa laun hríðlækkað í landinu.

Lög­reglan sökuð um hörku

Mann­réttinda­sam­tök hafa sakað lög­regluna um að bregðast of harka­lega við. „Lög­reglan barði mig,“ sagði einn mót­mælandi sem sat nef­brotin á götunni. Hann sagði lög­regluna hafa ráðist á sig þegar hún ætlaði að hand­taka annan mann.

Lög­reglan vísar öllum á­sökunum um of mikla hörku á bug og hafa sýnt myndir af lög­reglu­mönnum sem sagðir eru hafa slasast í mót­mælunum. Þá hefur innan­ríkis­ráð­herra landsins for­dæmt mót­mælin á Twitter.

„Ég for­dæmi að mót­mælin hafi orðið að ó­svífnum á­rásum á lög­reglu og eignir bæði al­mennings og ríkisins. Það er al­gjör­lega ó­á­sættan­legt,“ skrifaði hann á Twitter.

Fyrstu dagar mót­mælanna eru sögð hafa líkst götu­há­tíð frekar en mót­mælum, en þá flykktist fólk út á götur, dansaði, söng og hrópaði slag­orð gegn ríkis­stjórninni. Síðan þá hafa þau stig­magnast og er gær nóttin sögð vera sú of­beldis­fyllsta frá upp­hafi.