Sam­stöðu­fundur Sniglanna, Bif­hjóla­sam­taka lýð­veldisins, fór fram í dag og safnaðist hópur fólks saman, upp til hópa bif­hjóla­fólk, til að sýna sam­stöðu og minnast fórnar­lamba bana­slyss sem átti sér stað síðast­liðinn sunnu­dag á Vestur­lands­vegi á Kjalar­nesi.

Bif­­hjól og hús­bíll lentu í á­­rekstri með þeim af­­leiðingum að tvö létu lífið og einn er á spítala. Slysið átti sér stað á vegar­kafla sem hafði verið varað við að væri hættu­­legur.

Ætluðu að mót­mæla

Áður hafði staðið til að halda mót­mæla­fund fyrir framan Vega­gerðina en í morgun var stefnunni breytt og boðað til sam­stöðu­fundar. Haldin var einnar mínútu þögn til að minnast þeirra látnu og lagði bif­hjóla­fólk hjálma sína niður og mynduðu með þeim hjarta.

Lesin var upp yfir­lýsing þar sem gerð var krafa um að Vega­gerðin myndi gera úr­bætur á þeim vegar­köflum sem hafa skapað mikla hættu víðs vegar um landið. „Með okkar dýpstu virðingu við að­stand­endur, þá eigum við öll fjöl­skyldu og vini, við viljum ekki verða næst, og stærsta ferða­helgi ársins er fram undan.“

Vega­gerðin til­kynnti í gær að um­ræddir vegar­kaflar yrðu endur­mal­bikaðir, þar á meðal vegar­kaflinn á Vestur­lands­veg þótti ekki standast út­boðs­kröfur Vega­gerðarinnar.

Mal­bikið or­saka­valdur

For­maður Sniglanna, Þor­­gerður Guð­­munds­dóttir, sagði í sam­tali við Frétta­blaðið að hún teldi að bana­slysið hafi verið mal­bikinu að kenna. „Ég fór þarna upp eftir í gær­­kvöldi til að kanna að­­stæður og bara að stíga á mal­bikið í venju­­legum skóm er flug­hált.“

Fólk byrjaði snemma að safnast saman.
Fréttablaðið/Ernir
Bifhjólafólk lagði niður hjálma sína til minningar fallna félaga.
Fréttablaðið/Ernir